Saga - 2017, Blaðsíða 184
ingar og áhöld þeim til handa. Ennfremur um það hvernig héraðs- og land-
læknar skyldu prófa yfirsetukonur.
Það tók tíma og reyndist vandkvæðum bundið að mennta yfirsetu -
konur; fáar tóku próf og ólærðar yfirsetukonur og karlar hjálpuðu áfram til
við fæðingar. Framan af voru læknar líka fáir en eftir komu nýs landlæknis,
Jóns Hjaltalín, árið 1855 varð mesta breytingin á rannsóknartímabilinu.
yfirsetukonum og læknum fjölgar og árið 1876 eru yfirsetukvennaumdæmi
orðin 158, læknishéruðin 20 og lagarammi kominn um nám og störf yfir-
setukvenna. Í ritgerðinni er fjallað um verkaskiptingu, hlutverk og samstarf
yfirsetukenna og lækna í fæðingarhjálp. yfirsetukonur sinntu eðlilegum
fæðingum og fengu leyfi landlæknis til að nota lyf við fæðingar. Það sama
gilti ekki um að nota fæðingartangir, sem voru taldar eins konar stöðutákn
fyrir lækna og ekki á kvenna meðfæri. Þetta er í samræmi við það að konur
voru útilokaðar frá háskólamenntun og þeim haldið frá læknisstörfum, þ.e.
karlastörfum.
Kynjajafnvægi í fæðingarhjálp
Það er ljóst að menning og sögulegur tími hefur áhrif á hvað mótar karla-
og kvennastörf, sem einnig hafa misjöfn völd og virðingu í samfélaginu.
Styrkleiki þessarar doktorsritgerðar felst í nýrri þekkingu sem aflað var um
yfirsetukarla eða ljósfeður á Íslandi, „gleymda karla í störfum yfirsetu-
kvenna“, rúmlega 50 talsins. Einungis einn karl tók yfirsetukvennapróf á
móti 206 konum á rannsóknartímabilinu. Ekki er vitað um aðra karl-ljós -
móður hér á landi og undirrituð, sem hefur þó veitt ljósmóðurnámi forstöðu
og komið að kennslu ljósmæðra í nær 40 ár, vissi ekki um hann. Enginn karl
hefur sótt um nám í ljósmóðurfræði eða útskrifast frá Háskóla Íslands síðan
námið komst á háskólastig, né heldur frá þeim skólum sem voru fyrirrenn-
arar námsbrautarinnar við H.Í., þ.e. yfirsetukvennaskólanum og síðar
Ljósmæðraskóla Íslands.
Í verkinu er sagt frá hinum ýmsu „fæðingarhjálpurum“, lærðum og
ólærðum konum sem hlutu menntun eða sóru yfirsetukvennaeið og körlum
úr bænda- og prestastétt sem með leyfi yfirvalda hjálpuðu konum í fæðingu.
Síðar fengu yfirsetukarlar ekki fræðslu eða embættisskilríki eins og yfirsetu-
konur. Erla Dóris varpar fram spurningum til skýringar, svo sem hvort
karlar hefðu þurft að taka á sig kvenlega eiginleika til að teljast hæfir til að
sinna fæðingarhjálp, hvort framfarir og þekking yfirsetukvenna í fæðingar-
hjálp hafi átt þátt í því að yfirsetukarlar voru dæmdir óhæfir eða hvort það
væri andstætt karlmannlegum eiginleikum að sinna fæðingarhjálp. Nánd
við kynfæri og kvenlíffæri og „blygðunarsjónarmið“ voru einnig nefnd sem
skýring á því að karlmenn menntuðust ekki til ljósmóðurstarfa.
Skortur á yfirsetukonum hefur líklega orðið til þess að karlar voru
kallaðir til og í neyðinni hefur kyn ekki skipt máli. Einum karlanna var lýst
andmæli182
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 182