Saga - 2017, Blaðsíða 122
Gjöfin
Minjasafn Austurlands var þannig í einu herbergi á Skriðuklaustri,
í húsi skáldsins Gunnars Gunnarssonar, þegar hann og kona hans
gáfu íslenska ríkinu jörðina og allar byggingar hennar 19. september
1948. Menntamálaráðuneytið veitti eigninni viðtöku fyrir hönd
ríkisins og sagði í fréttatilkynningu ráðuneytisins, sem birt var 21.
sept. 1948:16 „Gunnar skáld Gunnarsson að Skriðuklaustri og frú
Franzisca, kona hans, hafa gefið íslenzka ríkinu eignarjörð sína,
Skriðuklaustur í Fljótsdal, ásamt húsum öllum í því skyni, að þar
verði framvegis uppi menningarstarfsemi. … Í samráði við gefend-
urna mun síðar verða tekin ákvörðun um til hverskonar menning-
arstarfsemi staðurinn verði hagnýttur.“17 Það liggur þannig alveg
ljóst fyrir, bæði af orðum skáldsins um gjöfina í blaðaviðtölum og af
yfirlýsingum stjórnvalda um málið, að Skriðuklaustur skyldi verða
miðstöð menningarstarfsemi af ýmsu tagi.18
Niðurstaðan af áðurnefndu samráði ríkis og gefenda Skriðu -
klausturs birtist svo nokkrum vikum síðar, eða eins og segir í gjafa-
bréfinu með jörðinni dagsettu 11. desember 1948:
Við hjónin, Franzisca og Gunnar Gunnarsson, gefum hér með íslenzka
ríkinu jörðina Skriðuklaustur í Fljótsdal, Norður-Múlasýslu, ásamt hús-
um öllum og mannvirkjum, gögnum og gæðum, svo og áhöld og tæki,
sem við höfum áður greint í bréfi frá 19. sept. 1948.
Á jarðeigninni hvíla engar skuldir, og kvaðir af okkar hálfu eigi
aðrar en þær, er í bréfi þessu getur.
Jarðeign þessi skal vera ævarandi eign íslenzka ríkisins. Hún skal
hagnýtt á þann hátt, að til menningarauka horfi t.d. að rekin sé þar til-
raunastarfsemi í landbúnaði, byggðasafn, bókasafn, skjalasafn, lista -
safn, skóli, sjúkrahús, hressingarhæli, barnahæli eða elliheimili. …19
Sáttmálinn um menningarstarfsemi á Skriðuklaustri hélt ekki lengi
því þróunin varð sú að það sem kallaðist tilraunastarfsemi í land-
unnur birna karlsdóttir120
16 „Gunnar Gunnarsson og kona hans gefa ríkinu Skriðuklaustur“, Morgunblaðið
22. sept. 1948, bls. 16.
17 „Ríkinu gefið Skriðuklaustur“, Vísir 22. sept. 1948, bls. 8.
18 „Gunnar Gunnarsson ræðir um framtíðarfyrirætlanir sínar“ Morgunblaðið 27.
okt. 1948, bls. 5; „Gunnar Gunnarsson“, Morgunblaðið 18. maí 1949, bls. 8.
19 Vef, „Gjafabréf Franziscu og Gunnars Gunnarssonar fyrir Skriðuklaustri í
Fljótsdal, Norður-Múlasýslu“, dags. 11. des. 1948, Skriðuklaustur, http://www.
skriduklaustur.is/~skridukl/images/stories/pdf/Gjafabrf.pdf, 30. jan. 2017.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 120