Saga - 2017, Blaðsíða 219
inni er mörkuð braut fyrst og fremst með þessum heimildum og endamark
hennar er greining á landnýtingu, ábúð og eignarhaldi í upphafi byggðar og
þróun þeirra fram yfir plágu. Niðurstöður um þessa þætti gefa höfundi enn-
fremur tilefni til þess að draga ályktanir um þróun valdamenningar á svæð -
inu enda gengur hann út frá því að jarðeignahald og völd séu tvær hliðar á
sömu mynt. Þegar fram kemur til tólftu og þrettándu aldar og síðar eykur
höfundur við vitnisburði ritheimilda svo langt sem þær ná, bæði fornsagna
og aðallega máldaga og annarra fornbréfa, en eftir sem áður hvílir túlkun
valdamenningar og samfélagsþróunar almennt af langmestum þunga á
ætlaðri þróun jarðeignahalds.
Í þessu felst bæði styrkleiki og veikleiki bókarinnar. Á aðra höndina er
hún virðingarverð og metnaðarfull tilraun til þess að greina pólitíska þróun
á löngu tímabili út frá fornleifum og ritheimildum en án þess að frásagnar-
rammi fornsagna sé hafður sérstaklega að leiðarljósi, eða jafnvel alls ekki.
Þetta er mjög í anda þess sem tíðkast hefur í fornleifafræði síðari ára, ekki
síst um landnámið, þar sem ritheimildir og hefðbundin stórsaga á þeim
byggð eru lagðar til hliðar um stund en fornleifar krafðar sjálfstæðra vitnis-
burða um upphaf og þróun byggðar, samfélagsgerð og lífshætti. Hér nýtur
Árni Daníel sín best. Þegar að jarðeignahaldi og búsetuháttum kemur hneig-
ist hann til þess að hugsa upphátt á blaðið, ef svo mætti segja, og lesandinn
fylgir honum því auðveldlega í gegnum vangaveltur frá heimild til niður -
stöðu. Fátt er fast í hendi og mikið um getgátur, t.d. um efnahagslegan
(ó)jöfn uð og upphaf og orsakir leigubúskapar, og verður lesandi að meta
hvar of langt er gengið eða skammt. Sem dæmi má nefna að höfundur legg-
ur mjög út af kenningu Marie Ødegaard um hlutverk kumla við mörkun
lands á meðal sjálfseignarbænda í Noregi án þess þó að skýra nógu vel
hvers vegna stórbændur eða stórjarðeigendur nýttu sér ekki sama tungumál
í sama tilgangi (einkum kafli 1.3). Ef til vill hefur Ødegaard svör við þessu
en þau birtast ekki með skýrum hætti hér.
Á hina höndina má velta því fyrir sér hvort höfundur sé of bundinn
sjónarhorni sínu og hneigist um of til þess að beina skýringum ólíkra og
margbrotinna fyrirbæra í þröngan farveg. Dæmi um þetta er umfjöllun hans
um staði (í kirkjuréttarlegri merkingu þess hugtaks) en Árni Daníel tekur
mjög undir kenningar Axels kristinssonar um að staðir eigi innstu rök sín í
framgangi þess sem Axel kallar „ríkisættir“ og að þeir hafi umfram allt
þjónað þörfum þessara ætta til jarðeignastýringar sem hefðbundinn erfða -
réttur gat ekki tryggt eða gekk jafnvel í berhögg við. Margt hefur verið ritað
fyrr og síðar um upphaf og eðli staða og samhengi þeirra við félags- og
valdaformgerðir tólftu og þrettándu aldar, en mér virðist sem Árni Daníel,
og Axel á undan honum, skauti næsta létt yfir flest af því. Þetta tengist
meðal annars, en ekki eingöngu, kenningum um félagsfræði valds í mið -
aldasamfélagi, bæði á sviði kirkjusögu og almennrar stjórnmálasögu, en eins
og getið er að ofan eru flest þau fræði fjarri umræðu höfundar. Ég kvarta því
ritdómar 217
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 217