Saga - 2017, Blaðsíða 195
Nánar tiltekið er í 1. bindi rætt um þróun atvinnulífs og byggðar á
svæðinu; stundum er raunar seilst langt aftur, jafnvel til 15. og 16. aldar, svo
tímamörk eru ekki alltaf skýr. Þá er einnig fjallað um sögu verkalýðshreyf-
ingarinnar hérlendis almennt og um þær miklu breytingar sem urðu á
atvinnuháttum kringum aldamótin 1900. Í bókunum fá lesendur skýra
mynd af umskiptunum sem urðu í efnahags- og atvinnulífi á þeim tíma og
hvernig þorp og bæir á Vestfjörðum urðu til hvert af öðru. Bjartsýni á
framtíðina var mikil. Í þessu samhengi má nefna að vel er til fundið að sýna
í töflum fólksfjöldabreytingar á helstu þéttbýlisstöðum.
Stjórn- og félagsmál um þetta leyti koma einnig mjög við sögu, m.a.
Skúlamálin svonefndu sem risu hátt undir aldamótin 1900; síðar er tölu -
verðu púðri eytt í svonefnt Hnífsdalsmál. Ritin eru því ekki aðeins saga
félagshreyfingar heldur einnig atvinnulífs og stjórnmála, sem fyrr getur. Inn
á milli skjótast svo smásögur og æviþættir, t.d. skemmtileg frásögn af skáld-
inu frá Þröm. Einnig er ítarlega greint frá ferli frumkvöðulsins Péturs G.
Guðmundssonar sem eiginlega var sendur í útlegð til Bolungarvíkur. Það
efni hefði jafnvel mátt kanna enn betur því að ekki eru mörg slík dæmi.
Í framhaldinu er svo rætt um fyrstu verkalýðsfélögin, sem voru stofnuð
á fyrstu árum 20. aldar, og vegferð þeirra. Ekkert þeirra náði að dafna enda
mikil viðspyrna atvinnurekenda. Í þessu samhengi fá lesendur vitneskju um
margs konar ytri áhrif á stofnun fyrstu félaganna, t.d. hvalfangara, kynni af
verkalýðshreyfingum erlendis og félagsþjálfun fólks úr verkalýðshreyfing-
unni í öðrum félagsskap, einkanlega í röðum góðtemplara. Þá kemur einnig
skýrt fram að fólk utan hreyfingarinnar er kallað til forystu, m.a. kennari,
skólastjóri, póstmeistari, hjúkrunarkona og prestur. Þetta fólk kunni öðrum
betur að reka félög og hafði tryggari afkomu en flest launafólk. Þess vegna
var leitað til þess.
Í öðrum hluta 1. bindis er ritað um tímabilið 1910−1923. Þá tekst betur
til; félög eru endurreist og sum þeirra lifa af, og á þessu tímabili ná jafnaðar-
menn völdum á Ísafirði. Í þriðja hluta 1. bindis er tímabilið 1923−1930 skoð -
að. Þar er fjallað um félög sem þá voru starfandi, viðfangsefni þeirra á því
árabili og svo tilraunir til félagsstofnunar á nokkrum stöðum.
Þegar þarna er komið fara lesendur að kynnast baráttunni nánar,
markmiðum hreyfingarinnar og baráttu við atvinnurekendur. Félögin stofna
pöntunarfélög eða kaupfélög til þess að lækka vöruverð. Sjúkrasjóðir eru
stofnaðir og áhersla lögð á samvinnu og samhjálp, og svo auðvitað launa-
baráttuna. Þar er stundum tekið mið af svonefndum Reykjavíkur samn -
ingum. Á þriðja áratugnum er barist gegn kauplækkunum. Verkakvenna -
félag er stofnað á Ísafirði en nær ekki þroska. Þá er útbreiðslustörfum sinnt,
einkum með blaðaútgáfu. Þar var Skutull á Ísafirði öflugastur.
Styrkur jafnaðarmanna kemur líka vel í ljós. Þegar árið 1921 náðu jafn -
aðarmenn meirihluta í bæjarstjórn á Ísafirði og héldu honum um áratuga -
skeið. Ísafjörður varð fyrirmyndarbær alþýðunnar. Jafnaðarmenn stóðu fyrir
ritdómar 193
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 193