Saga - 2017, Blaðsíða 232
um. Á næstu áratugum verður, í hinum enskumælandi heimi, sennilega litið
á ritið sem grundvallarverk varðandi sögu Norðurlanda. Þessum rúmlega
ellefu hundruð síðum er skipt niður í níu bókarhluta sem aftur skiptast í
fimmtíu kafla sem fjalla um nánast allt milli himins og jarðar. Ritið hefst á
siðaskiptunum og lýkur með köflum um þróun þjóðríkja á seinni hluta 19.
aldar. Það er álit ritstjóra (bls. 15‒16) að saga Norður-Evrópu í þessi 350 ár
sé fyrst og fremst saga Evrópuvæðingar. Í lok tímabilsins sé ekki lengur
hægt að tala um einangrun Norðurlanda og stöðnuð (static) landbúnaðar-
samfélög heldur þjóðríki sem um 1870 voru að þróast í áttina að nútíma
iðnríkjum.
Í ritinu er fjallað um stjórnarfar og stjórnarskrár, utanríkismál, fjölskyld-
una og þróun fólksfjölda, samfélag og stéttaskiptingu, atvinnuvegi, hagvöxt
og verslun, trúmál, baráttuna um yfirráð á Eystrasalti, nýlenduveldi og
Evrópuvæðingu Skandinavíu. Menningu eru gerð góð skil: menntun, bók-
menntum og tónlist, að ógleymdum hirðsiðum þar sem við á, fatatísku og
daglegu lífi. Það er ekki ofsögum sagt að þetta rit er metnaðarfull tilraun til
að skrifa total history í anda Fernands Braudel. Ritstjórar skrifa gagnlegan
inngangskafla, þar sem Ísland kemur nokkrum sinnum við sögu, og einnig
lokakafla þar sem þeir leggja sig fram um að hnýta alla þræði. Tekst það vel
hjá þeim.
Það segir sig sjálft að erfitt er að ritstýra rúmlega þúsund blaðsíðna rit-
verki eftir 38 höfunda og nánast óhjákvæmilegt að einhvers ósamræmis
gæti. Það fyrsta sem vakti athygli mína var að í flestum köflum eru tilvísanir
til heimilda en í sumum eru tilvísanir af skornum skammti eða þær eru
hreinlega engar.
Lesendur tímaritsins Sögu hafa sennilega áhuga á að vita hver hlutur
Íslandssögunnar er í þessu riti. Orðið Iceland fær 17 færslur í atriðisorðaskrá.
Þótt eingöngu einn kafli sé tileinkaður Íslandi er nokkrum sinnum brugðið
á það ráð að fá einn höfund til að fjalla um öll löndin í einum þematískum
kafla. Má þar nefna kaflann um þróun fólksfjölda (bls. 140) og kaflann um
bókmenntir eftir norska bókmenntafræðinginn Sigurd Aarnes (sem lést
2007). Engar tilvísanir eru í síðarnefnda kaflanum og þegar leitað er í heim-
ildaskrá finnst eingöngu bók Stefáns Einarssonar A History of Icelandic
Literature, sem kom út árið 1957, en ekki hið mun nýlegra fimm binda verk
Íslensk bókmenntasaga. Fjallað er um siðaskiptin á Íslandi í sama kafla og
siðaskiptin í Danmörku og Noregi og fer í sjálfu sér vel á því. Höfundur er
Ole Peter Grell og er eingöngu vísað til einnar danskrar heimildar frá 1987.
Efnislega er frásögnin býsna góð en ég er sammála Hjalta Hugasyni um það
að andstaðan við lúterskuna í Skálholtsbiskupsdæmi var ekki merki um
þjóðlega sjálfstæðisbaráttu eins og henni er lýst hér. Frekar mætti túlka hana
sem framhald af stöðugri viðleitni Íslendinga til að standa á fornum lands-
réttindum. En stórvirkið Kristni á Íslandi er ekki að finna í heimildaskránni.
Í kafla um „Colonial Empires“ (ég held að við séum ekki mörg sem viljum
ritfregnir230
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 230