Saga - 2017, Blaðsíða 209
skrif tengd ákveðnu viðfangsefni, hvort heldur er stórfjölskyldu eða hópi,
sem í þessu tilviki umlykur einstaklinginn Jón Thoroddsen enda eru birt
„tiltæk einkabréf Jóns“ ásamt nokkrum embættisbréfum hans og bréfum
nokkurra ættingja (bls. 11). Umfjöllun um verklag uppskrifta er aftur á móti
ítarleg og ber vott um mikla nákvæmni í uppskriftunum.
Samræmi er afskaplega gott hvað varðar uppsetningu og uppskriftir
bréfa sem og frágang og tilvísanir. Þó stingur ártal bréfs nr. 73, eins og það
blasir við í efnisyfirliti, nokkuð í stúf við önnur bréf. Þá hafa því miður
nokkrar ásláttarvillur og nokkur dæmi um ósamræmi ratað inn í aðra texta
verksins. Jón Thoroddsen skrapp t.a.m. ýmist á „kollabúðafund“ eða
„kollabúðar fund“ (bls. 35, 37, 45, 48 og 199), Alþingi er oftast nær ritað með
stórum staf en á stöku stað með litlum staf (bls. 20, 55, 141) og Þorkell
Gunnlaugsson fær auka „s“ í starfsheiti sitt á blaðsíðu 30. Einnig hefur smá-
vægileg ásláttarvilla komist í gegn miðað við tilvísun í bréf nr. 97 eins og
hún birtist í inngangi (sjá bls. 52 og 245). Ennfremur hefur orðið yfirsjón um
réttar beyg ingar á nokkrum orðum eða orð vantað, sjá t.d. um vinnslu á
nafnaskrá (bls. 65) og um að hafa aukið við „það“ í stað þess að hafa aukið
við „þær“, þ.e. jarðeignirnar (bls. 242). Hinn ágæti sagnfræðingur Heimir
Þorleifsson fær eftirnafnið „Pálsson“ í heimildaskrá (bls. 320) og þá rata ekki
allar heimildir í heimildaskrá sem þó er vísað til, sbr. grein Hjalta Huga -
sonar á blaðsíðu 160. Að lokum segir á blaðsíðu 12 að Þórey móðir Jóns hafi
verið „sjö ára gömul í febrúar 1794“ en það stemmir illa þar sem nokkrum
línum ofar er sagt að fæðingardagur hennar hafi verið 20. september 1787.
Þetta kann þó að skýrast af því að orðalag í inngangi, um stöðu og aldur
þeirra sem um er rætt, tekur gjarnan mið af því hvernig viðkomandi var
skráður í þeim frumheimildum sem stuðst er við, t.d. í manntölum (sjá m.a.
bls. 13 og 16).
Af nokkrum myndum bókarinnar ber af fagurlega gerð teikning af Jóni
Thoroddsen, við forsíðu. Hugsanlega hefði nafn vörslustofnunar myndarinnar
mátt rata í heimildaskrá. Þessi atriði eru verkinu þó ekki til vansa en benda
kannski til þess að vöntun hafi verið á ítarlegri yfirlestri og/eða ritstjórn.
Þrátt fyrir nokkra orðahnökra og ásláttarvillur er bókin Bréf Jóns Thor odd -
sens afar vandlega unnin heimildaútgáfa sem á fullt erindi við sagn fræð inga
og annað áhugafólk um sögu 19. aldar. Efnið og frágangur þess ber vitni um
yfirgripsmikla leit frumheimilda auk mikillar þekkingar á sýsluskjalasöfnum
á Íslandi og efninu í heild. Verkið stendur fyllilega undir mark miðum sínum
og er góð og gagnleg viðbót við ritröðina „Smárit Sögufélags“.
Ólafur Arnar Sveinsson
ritdómar 207
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 207