Saga - 2017, Blaðsíða 77
kvenréttindin eru mannréttindi, óháð kynþætti, etni, trú, innflytjenda -
stöðu, kynhneigð, kynvitund, kyntjáningu, stéttar stöðu, aldri eða fötlun
kvenna. Við iðkum samhygð til þess að kynnast samtvinnuðum sjálfs-
myndum hver annarrar.2
Samtvinnun (e. intersectionality) komst með afgerandi hætti í heims -
fréttirnar í kjölfar hinnar svokölluðu kvennagöngu, Women’s March
on Washington, sem fram fór laugardaginn 21. janúar 2017 í tilefni af
embættistöku Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Þar birtist
hún sem pólitískt baráttutæki og sameiningarafl, öxullinn sem
knúði ein fjölmennustu mótmæli á síðari tímum. Milljónir tóku þátt
í slíkri göngu víðsvegar um Bandaríkin og um heimsbyggð alla, þar
með talið á Austurvelli. yfirlýst markmið göngunnar var að mót-
mæla árásum Trumps á grundvallarmannréttindi kvenna og ólíkra
minnihlutahópa, sem sannarlega samtvinnast í raunheimum, svo
sem rétt inn til að ráða yfir eigin líkama.3 Það er þó ekki markmið
þess ar ar greinar að fjalla um alþjóðastjórnmál og átök í samtím -
anum heldur spyrja hvort og þá hvernig pólitískt samtímahugtak á
borð við samtvinnun geti þjónað sem greiningartæki í sagnfræði. Og
— í því samhengi sem rætt er í þessari grein — til þess að skoða og
skilja íslenskt samfélag á fyrstu áratugum 20. aldar og þær hindranir
„því miður eruð þér ekki á kjörskrá“ … 75
2 „Women’s rights are human rights, regardless of a woman’s race, ethnicity, reli-
gion, immigration status, sexual identity, gender expression, economic status,
age or disability. We practice empathy with the intent to learn about the inter-
secting identities of each other.“ Vef. Women’s March on Washington. Mission
& Vision, sótt 24. janúar 2017: https://www.womensmarch.com/mission/
Þýðing höfundar.
3 Sjá t.d. Vef. Laura Smith-Spark, „Protesters rally worldwide in solidarity with
Washington march“, CNN politics 22. janúar 2017, sótt 14. febrúar 2017: http://
edition.cnn.com/2017/01/21/politics/trump-women-march-on-washington/;
Vef. Angela Davis, „Angela Davis’ Women’s March speech: ‘this country’s
history cannot be deleted’,“ The Guardian 22. janúar 2017, sótt 14. febrúar 2017:
https://www.theguardian.com/commentisfree/2017/jan/22/angela-davis-
womens-march-speech-countrys-history-cannot-be-deleted; Vef. Perry Stein,
Steve Hendrix og Abigail Hauslohner, „Women’s marches: More than one
million protesters vow to resist President Trump,“ The Washington Post 22.
janúar 2017, sótt 14. febrúar 2017: https://www.washingtonpost.com/local/
womens-march-on-washington-a-sea-of-pink-hatted-protesters-vow-to-resist-
donald-trump/2017/01/21/ae4def62-dfdf-11e6-acdf-14da832ae861_story.
html?utm_term=.e654d89fcfd2
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 75