Saga - 2017, Blaðsíða 47
sjálfstjórnartilhneigingar íslenskra embættismanna.“3 Þá þróun að
herða tökin á nýlendum mátti greina víðar á þessum tíma og hún
hélst í hendur við aukna miðstýringu. Enda þótt Ísland hafi ekki tal-
ist nýlenda, heldur hjálenda, fer ekki á milli mála að dönsk stjórn-
völd hertu hér tökin þegar leið á 18. öld.4
Aukin miðstýring hér á landi hélst í hendur við breytta stjórnar-
hætti í danska ríkinu. Danmörk var undir áhrifum frá Þjóðverjum á
mörgum sviðum og gilti það einnig um stjórnarhætti. kameralismi,
sem nefna má á íslensku hagsýsluveldi, þróaðist í Þýskalandi og til-
greindi sú stefna hvernig stjórnsýslunni skyldi háttað. Helsta mark -
mið kameralismans var að efla velmegun ríkisins. Hún átti að nást
með velsæld þegnanna sem átti að skila sér í auknum tekjum í ríkis -
sjóð.5 Hjá kameralistum var litið á fólksfjölda sem eina af auðlind -
um ríkisins. Stjórnvöld beindu áhuga sínum í ríkari mæli að hvers
kyns umbótum og viðreisn. Þessar viðreisnarhugmyndir áttu við
um danska konungsríkið í heild sinni en auka átti framleiðni og
gera þjóðina sjálfbæra.6 Þetta hafði í för með sér íhlutun í hvers kyns
mál efni sem vörðuðu þegnana og óskir um að millistigið, þ.e.a.s.
sýslumenn hér á landi, sendu skýrslur um alls kyns mál. Áhugi
vaknaði á söfnun upplýsinga og hvers kyns skráningu.
Íslenska manntalið 1703 er talið eitt elsta varðveitta manntal sem
nær til heillar þjóðar. Talsvert hefur verið ritað um þetta merka
manntal7 en þeim mun minna um manntölin sem á eftir því fylgdu
en það eru manntölin 1729, 1735, 1753 og 1762.8 Þessi fjögur mann -
manntalið 1729 og fyrirætlanir … 45
3 Gustafsson, „Stjórnsýsla“, bls. 47.
4 Christina Folke Ax, „Tilraunir til breytinga á lifnaðarháttum almúgans í Reykja -
vík og Flatey 1700–1870.“ Íslenska söguþingið 30. maí – 1. júní 2002 (Reykjavík:
Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands, Sagnfræðingafélag Íslands, Sögufélag 2002),
bls. 270; Guðmundur Hálfdanarson, „Var Ísland nýlenda?“, Saga LII:1 (2014),
bls. 70.
5 Harald Gustafsson, Mellan kung och allmoge. Ämbetsmän, beslutsprocess och inflyt-
ande på 1700–talets Island (Stockholm: Almqvist og Wiksell 1985).
6 Hrefna Róbertsdóttir, „Samfélag átjándu aldar. Hugarfar, handverk og arfur
fyrri alda“, Saga XLIX:1 (2011), bls. 90–91.
7 Um aðdraganda að skráningu manntalsins 1703 sjá: Eiríkur G. Guðmundsson
og Ólöf Garðarsdóttir, „Inngangur“, Manntalið 1703 þrjú hundruð ára. Greinar í
tilefni afmælis. Ritstjórar Ólöf Garðarsdóttir og Eiríkur G. Guðmundsson
(Reykjavík: Hagstofa Íslands og Þjóðskjalasafn Íslands 2005), bls. 9–30; Már
Jónsson, Árni Magnússon. Ævisaga (Reykjavík: Mál og menning 1998).
8 Frá 18. öldinni hafa til viðbótar varðveist manntöl frá árunum 1769 og 1785 sem
eru nafnlaus.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 45