Saga - 2017, Blaðsíða 46
hann fékk þann titil árið 1683 og Jarðabókasjóður var oft og tíðum
leigður út til danskra kaupmanna.1 Í Jarðabókasjóð fóru allar tekjur
konungs af Íslandi og það var því innheimta þeirra sem kaupmenn-
irnir leigðu. Einnig má benda á að svo virðist sem talsverð lausung
hafi verið í stjórnsýslu hér á landi á fyrri hluta 18. aldar. Christian
Müller var amtmaður á Íslandi á árunum 1688−1718 en fór af landi
brott árið 1707 og fól Páli Beyer landfógeta að gegna embættinu í
sinn stað. Amtmaður starfaði hér í umboði stiftamtmanns og svo fór
að Gyldenløve stiftamtmaður valdi sjálfur umboðsmann sinn, sem
var Oddur Sigurðsson varalögmaður.
Segja má að þetta tímabil, þar til Niels Fuhrmann tók við sem
amtmaður, hafi einkennst af miklum deilum og óstjórn. Jón Hall -
dórsson prófastur í Hítardal lýsti ástandinu þannig í Hirðstjóraannál
sínum:
Með amtmanns Fuhrmanns hingaðkomu sefaðist og af lagðist eitt og
annað óskikki, sem hafði lagzt í venju, jafnvel á sjálfu lögþinginu, svo
sem drykkjuskapur, rúss og deilur, jafnvel yfirmannanna ónauðsyn -
legar döskanir og undandráttur í embættisverkunum, mörgum til tjóns
og baga.2
Bæði Niels Fuhrmann amtmaður og eftirmaður hans, Joachim
Henrik sen Lafrentz, hertu hér mjög tök danskra yfirvalda á stjórn
landsins. Sýslumenn fengu veigamikið hlutverk við að koma tilskip-
unum konungs til framkvæmda en frá konungi og rentukammeri
gengu boðin niður til stiftamtmanns sem síðan sendi tilskipun til
amtmanns á Íslandi sem aftur fékk sýslumenn til að framkvæma
vilja konungs. Í þessu nýja stjórnsýslukerfi gegndu sýslumenn nú
lykilhlutverki og hvíldi framkvæmd tilskipana konungs á herðum
þeirra. Samkvæmt erindisbréfum, sem Fuhrmann tók saman árið
1722, urðu sýslumenn konunglegir embættismenn og varð hlutverk
þeirra umfangsmeira er leið á öldina ásamt því sem þeir höfðu með
höndum eftirlitshlutverk í ýmsum málum. Miðstjórnarvald jókst til
mikilla muna hér á landi og virðist Fuhrmann „hafa verið fram-
kvæmdasamur og áhrifamikill maður, sem hafði burði til að hemja
kristrún halla helgadóttir44
1 Harald Gustafsson, „Stjórnsýsla“, Upplýsingin á Íslandi. Tíu ritgerðir. Ritstjóri Ingi
Sigurðsson (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag 1990), bls. 46–47.
2 Jón Halldórsson, „Hirðstjóra annáll Jóns prófasts Halldórssonar“, Safn til sögu
Íslands og íslenzkra bókmenta að fornu og nýju, 2. bindi (kaupmannahöfn: Hið
íslenzka bókmenntafélag 1886), bls. 772.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 44