Saga - 2017, Blaðsíða 83
ein staklingar séu stað settir á nokkrum ásum félagslegrar stöðu.
Hver ás eða breyta stend ur aldrei ein heldur mótar og mótast af
öðrum samfélagsbreytum í flóknu valdasamspili, en völd og valda-
tengsl eru eitt af megin við fangsefnum samtvinnunar. Miklu skiptir
að listinn yfir mögulegar breytur eða þætti sem valda mismunun
getur aldrei verið tæmandi því samfélög manna eru síbreytileg, sem
og forsendur mismununar. Áhersla er lögð á að skoða samspil
þeirra ólíku þátta sem í sameiningu móta líf og sjálfsmynd einstak-
linga eða hópa, t.d. hvernig það að vera kona og innflytjandi eða
fötluð lesbísk kona setur einstaklingnum skorður í samfélaginu, í
stað þess að einblína á hvern þátt í einangrun. Það að falla undir
margar minnihlutastöður, þar sem t.d. kyn, hjúskaparstaða,
heilsufar og stétt samtvinnast, eins og við munum skoða í íslenskum
dæmum hér á eftir, getur þannig magnað upp áhrifin af hverjum
þætti fyrir sig, þannig að útkoman verður eitthvað annað og meira
en summa allra þátta. Það hvaða ásar eru settir í forgrunn er hins
vegar breytilegt, bæði í tíma og rúmi, enda má færa fyrir því gild
rök að virkni einstakra þátta sé ólík eftir samfélagsskipan á hverjum
stað og hverjum tíma.
Þótt hugtakið samtvinnun hafi fyrst komið fram í lok níunda
áratugar 20. aldar á samtvinnuð nálgun sér miklu lengri sögu. Í því
sambandi hefur oft verið bent á hvernig kvennahreyfingar og hreyf-
ingar sem börðust fyrir afnámi þrælahalds tengdust og unnu sam -
an. Raunar er fræg ræða blökkukonunnar og fyrrverandi þrælsins
Sojourner Truth frá 1851, „Ain’t I a Woman?“, oft nefnd sem fyrsta
dæmið um samtvinnun19 en þar ögraði hún ríkjandi staðalmyndum
um hvað það þýddi að vera kona í bandarísku samfélagi á 19. öld.
Ræða hennar og fríunarorðin „og er jeg þó eigi kona“ voru þýdd og
endursögð í fyrirlestri Páls Briem, „Um frelsi og menntun kvenna“,20
„því miður eruð þér ekki á kjörskrá“ … 81
sett fram og hafa fyrir mér lengst af þjónað sem „skilgreiningin“ á sam tvinn -
un. Sjá Nina Lykke, „Nya perspektiv på intersektionalitet. Problem och möj-
ligheter“, Kvinnovetenskaplig tidskrift 2–3 (2005), bls. 7–17, einkum bls. 8, og
Nina Lykke, Feminist Studies: A Guide to Intersectional Theory, Methodology and
Writing (New york: Routledge 2010), bls. 50.
19 Avtar Brah og Ann Phoenix, „Ain’t I a Woman? Revisiting Intersectionality“,
Journal of International Women’s Studies 5:3 (2004), bls. 75–86, einkum bls. 76–77.
20 Páll Briem, Um frelsi og menntun kvenna (Reykjavík: Sigurður kristjánsson
1885), bls. 19 og 20. Það var Una Margrét Jónsdóttir sem vakti athygli mína á
þessari þýðingu en hún lét hljóðrita hana fyrir útvarpsþáttaröðina Kvenna -
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 81