Saga - 2017, Blaðsíða 146
Ekki verður gerð tilraun til þess að bera saman verðlag nærri árinu
1870 og verðlag nú, um hálfri annarri öld síðar, en gera má saman-
burð milli Eyja og Eyjahóls. Ofangreindar úttektir eru fáorðar um
það sem aflaga hefur farið en þær gefa þó til kynna að séu göng,
eldhús og heyjagarður „nokkuð biluð“ eða „brostfeldug nokkuð“
megi leggja á hvert þeirra 48 skildinga og finnist lítill galli á göng -
um, fjósi eða heyjagarði falli á hann álag sem nemur einum ríkisdal.
Eftir þeim mælikvarða má ætla að álag sem nemur átta ríkisdölum
merki að viðkomandi húsrými sé ekki í góðu standi. Ástand húsa-
kynna í Eyjum var sýnilega talsvert verra en á Eyjahóli, ef marka má
þennan samanburð. Munur á álagi milli bæja er hátt í nífaldur. Sá
munur er langt umfram stærðarhlutföll bæjarhúsa.
Hér var hreppstjóri á ferð og hann flutti á vesturpart Eyja, þar
sem honum gafst kostur á að bæta sinn hag. Eyjahóll var hinsvegar
lítil jörð sem lögð var „undir heimajörðina Eyjar“ nítján árum síðar.28
Hinn maðurinn var óbreyttur bóndi, 68 ára, og dó ári eftir að hann
flutti á Eyjahól. Hefðu engin tengsl verið milli þessara ábúenda
hefði mátt ætla að Ingjaldur gengi að þessum skiptum nauðugur.
Telja má þó líklegt að skiptin hafi farið fram í góðu samkomulagi
þar sem Guðni og Guðrún dóttir Ingjalds gengu í hjónaband í sept-
ember 1868, fáeinum mánuðum eftir ábúðarskiptin.29
Hafi ástandi mannvirkja ekki verið stórlega ábótavant á Eyjahóli
í júní árið 1868 átti því eftir að hraka nokkuð á skömmum tíma.
Aðeins eitt ár leið milli úttekta, því Ingjaldur Ingjaldsson lést 4. júní
1869 og mánuði síðar var dánarbúið gert upp.
Árið 1869, dag 2. júlí, voru viðkomandi til staðar, hrepp stjóri Guðni
Guðna son og þar með til kallaður Br. Einarsson. Tekið út af sterbúi
Ingjalds sál. Ingjaldssonar frá Eyhól.Við tekur Þórður Ingjaldsson. [Við -
staddur] sterbúsins vegna Þorvarður Finnbogason.
1. Baðstofa á lengd 7 álnir, breidd 5 álnir í sömu gerð og
fyrri og viðafjölda. Gjörist því álag 1 rdl 32 sk
2. Göng frá baðstofu til dyra með hurð á járnum, 7 álnir
á lengd og 1½ alin á breidd. 1 rdl 48 sk
3. Búr 3 álnir á lengd og 3 álnir á breidd í sömu gerð að
öllu. Gjörist ei álag.
gunnar sveinbjörn óskarsson144
28 Haraldur Pétursson, Kjósarmenn, bls. 297.
29 Sama heimild, bls. 284.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 144