Saga - 2017, Blaðsíða 32
Það er áhugavert við athugasemd Þóru að ekki er að sjá að hún hafi
litið á sjálfa sig sem vandamál þótt af athugasemdinni hafi mátt
ráða að hún væri útlendingur búsettur í Noregi — en óttinn við
útlend inga á auðvitað ekki við okkur sjálf heldur bara „hina“.33
Þessi áratugargamla umræðubóla, sem á endanum skilaði
Frjálslynda flokknum engri merkjanlegri fylgisaukningu í kosn-
ingum 12. maí 2007,34 hjaðnaði jafnsnögglega og hún hófst. Sú
stað reynd að atvinnuleysi var sama og ekkert á þessum tíma gróf
örugglega undan málflutningi flokksins, og þegar hilla tók undir
þær efnahagshremmingar sem dundu á þjóðinni haustið 2008
höfðu menn um margt annað að hugsa en innflytjendur. Málefni
innflytjenda hurfu samt aldrei algerlega úr umræðunni þótt tónn-
inn hafi breyst nokkuð á síðustu árum. Nú kvarta fáir, opinberlega
a.m.k., yfir fjölda Pólverja á Íslandi — sem eru þó fleiri nú en
nokkru sinni fyrr — heldur er spjótum frekar beint að því fólki
sem kemur lengra að. Síðustu misseri eru það einkum múslímar
sem hafa orðið skot spónn þeirra sem vilja hefta innflutning fólks
til Íslands og endurspeglar sú áhersla að nokkru það sem er að
gerast í nágrannalöndunum. Þannig er það ekki aðallega fjöldi
innflytjenda sem vekur ótta, því að múslímar eru fáir á Íslandi og
flóttamenn frá Mið austur löndum hafa ekki komið í neinum veru-
legum mæli til landsins, heldur frekar trúarbrögð þeirra og er þá
oft vísað til þeirrar stað reyndar að voðaverk í nafni íslam hafa
skekið nágrannalöndin. Eitt slíkt, í Svíþjóð í byrjun aprílmánaðar
2017, þótti formanni stjórnmálasamtakanna Íslenska þjóðfylkingin
„enn ein sönnun þess að við Íslendingar eigum að gera allt sem í
okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að slíkt gerist hér á
Íslandi. Eitt af því er að banna byggingu mosku á Íslandi,“ hélt
hann áfram, „segja okkur úr Schengen, taka sjálf ábyrgð á okkar
landamærum, takmarka fjölda hælisleitenda, þar til að íbúðavandi
Íslendinga hafi verið leystur á viðunandi hátt og ungt fólk geti
álitamál — sagan og samtíminn30
33 Sjá Eiríkur Bergmann Einarsson, „Íslenskt þjóðerni og óttinn við innflytj -
endur“, Ritið 7:2–3 (2007), bls. 57–78.
34 Þótt fylgi flokksins í könnunum hafi risið nokkuð um og eftir áramótin 2006–
2007, var niðurstaða kosninga 2007 nánast hin sama og 2003 og flokkurinn
náði ekki manni á þing árið 2009 – sjá „Minnsta fylgi Samfylkingar á kjörtíma-
bilinu“, Morgunblaðið, 3. febrúar 2007, bls. 6; Vef. „Úrslit alþingiskosninga 1963–
2016“. Hagstofan. http://px.hagstofa.is/pxis/pxweb/is/Ibuar/Ibuar__kosn-
ingar__althingi__althurslit/kOS02121.px/.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 30