Saga - 2017, Blaðsíða 64
skjöl um slík þing þar sem gengið var úr skugga um að enginn hefði
verið neyddur til farar og rituðu þingsvitni undir því til staðfesting-
ar.59 Á þessum þingum var ennfremur leitað eftir því hvort enn væri
áhugi, hjá þeim sem gefið höfðu loforð árið áður, á að flytja til
Grænlands á vormánuðum árið 1731. Ekki voru þing haldin alls
staðar og létu sumir sér nægja að spyrja menn líkt og Jón Oddsson
Hjaltalín gerði á Bessastöðum. Varðveist hafa gögn úr sjö sýslum,
öllum nema Snæfellsnessýslu enda sleppti Fuhrmann þeirri sýslu
alfarið er hann sendi lista yfir þá sem vildu flytja til Grænlands.
Ekki var tiltekið nákvæmlega hversu mikið af bústofni eða nauð -
synjum hverjum og einum væri úthlutað heldur var það lagt í hend -
ur amtmanns, landfógeta og sýslumanns að meta. Haustið áður hafði
amtmaður sent nokkuð ítarlegan lista yfir það sem hann taldi
brýnustu nauðsynjar til að koma á fót búi í nýju landi og því varla
við því að búast að mat hans á því hefði breyst á milli ára. Í fyrra
tilboðinu var minnst á matvæli sem miðuðust við tveggja ára uppi-
hald en nú var miðað við eitt til eitt og hálft ár. Að öðru leyti er ekki
að sjá að tilboðið sé rýrara en það fyrra þó að meðgjöfin sé ekki
útlistuð nákvæmlega. Í Hvammsannál segir „að á næstkomandi ári
skyldu 12 familíur eður 12 egtahjón vera til reiðu með kost ánægileg-
an á Bessastöðum.“60 Hvers vegna gripu menn þá til afsakana nú og
forfalla og vildu allt til vinna að sleppa við að flytja til Græn lands?
Jón Oddsson Hjaltalín, sem á þessum haustþingum er titlaður
héraðsdómari, fór víða um Gullbringusýslu og spurði menn hvort
þeir hefðu verið þvingaðir árið áður eða hvort þeir gætu hugsað sér
að flytja til Grænlands að ári. Enginn kvaðst hafa verið þvingaður
til farar og ekki gat neinn heldur hugsað sér að flytja til Grænlands
ári síðar.61 Niðurstaðan var sú að á endanum var enginn reiðubúinn
að flytja til Grænlands úr sýslu amtmanns. Í kjósarsýslu vildu nú
flestir segja sig undan flutningunum til Grænlands. Einhverjir héldu
þó sínu striki, til að mynda Anna Magnúsdóttir sem „vill fara og er
bæði hraust og sterk, 23 ára gömul, og getur unnið utanhúss hvort
sem er við heyskap, torfristu eða skepnuhald“.62 Í Mýrasýslu báru
kristrún halla helgadóttir62
59 ÞÍ. Stiftamt. III nr. 69 — Bréf amtmanns til stiftamtmanns 1704–1769, 8.9.1730.
60 Þórður Þórðarson, „Hvammsannáll 1707–1738“, bls. 704–705.
61 ÞÍ. Stiftamt. III nr. 69 — Bréf amtmanns til stiftamtmanns 1704–1769, 12.9.1730.
62 ÞÍ. Amt. II. 88 — Skjöl um Grænlandsferðir 1729–1730, 9.9.1730. „bör og vil fare
hun er baade frisk og sterk, 23 aar gammel, og kand kostelig arbeide, uden
husset, baade med Höe, Torf og kvæg“.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 62