Saga - 2017, Blaðsíða 143
talin í dönskum mælieiningum en samanburður við metrakerfið
gefur eftirfarandi niðurstöður:
ein tomma = 26,2 mm
eitt danskt fet = 12 tommur, um 313,9 mm
ein dönsk alin = 627,7 mm
einn faðmur = 3 danskar álnir, u.þ.b. 1,88 m22
Úttektardæmum fylgja tilgátuuppdrættir af baðstofum sem gerðir
eru til þess að meta hvernig heimilisfólki var fyrir komið. Lengd og
breidd er skráð í úttektarbók en lýsing á flestu öðru er knöpp.
Stund um er til dæmis aðeins talinn fjöldi glugga en ekki staðsetning
og getur gluggasetning þess vegna verið allt önnur en upp er dregin.
Ef tekið er fram í úttekt að viður sé á gólfi eru gólfborð táknuð með
strikum samsíða langveggjum. Skipan rúmstæða er hrein tilgáta en
áætluð lengd rúma er 175 sentimetrar og breidd 90 sentimetrar.23 Í
nokkrum tilvikum eru nefnd baðstofuloft en óljóst er hvernig þau
nýttust og í fáeinum tilvikum er ekki víst að allir heimilismenn hafi
átt næturstað í baðstofunni. Alvanalegt var að menn lægju tveir
saman í rúmi og börn lágu oft fleiri saman.24
Eyjar 1868
Fyrstu tvær úttektir voru skráðar í úttektarbók 29. júní 1868. Tveir
ábúendur skiptust á jörðum.
Árið 1868, dag 29. júní, var af viðkomandi hreppstjóra í kjós tek ið út og
metnir gallar á vesturparti Eyjanna. Fráfarandi Ingjaldur Ingjalds son,
við takandi hreppstjóri Guðni Guðnason. Báðir mæta í eigin persónu.
Fyrir fannst sem fylgir, því hér er engin úttekt eftir að fara.
torfbær á tímamótum 141
skiljanleg í orðum eða með táknum á nútímavísu. Í úttekt um í Eyjum, á
Eyjahóli og í Flekkudal á árunum 1872–1874 er álag skráð í ríkisdölum og
skildingum skammstafað rdl. og sk. og er sá háttur hafður á hér.
22 Gísli Gestsson, „Álnir og kvarðar“, Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 65 (1968),
bls. 45–78, sjá einkum bls. 60 og 76.
23 Viðmiðun er Nýibær á Hólum í Hjaltadal; sjá: Hjörleifur Stefánsson, Af jörðu,
bls. 152. Sé litið til baðstofu í Fljótstungu, þar sem fjögur stafgólf reiknast 6,7
metrar, má ætla að rúm geti hafa verið aðeins styttri eða um 167 sentimetrar,
en sá munur er of lítill til þess að hafa áhrif á niðurstöður hér.
24 Jónas Jónasson frá Hrafnagili, Íslenzkir þjóðhættir (Reykjavík: Ísafoldar prent -
smiðja 1961), bls. 12.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 141