Saga - 2017, Blaðsíða 38
færa sér í nyt vernd þess lands“. Flóttamaður getur einnig verið sá
„sem er ríkisfangslaus, og er utan þess lands, þar sem hann áður
hafði reglulegt aðsetur, vegna slíkra atburða og getur ekki eða vill
ekki, vegna slíks ótta, hverfa aftur þangað.“43 Samningurinn var
gerður í upplausn eftirstríðsáranna, þegar milljónir manns voru veg -
lausar í Evrópu eftir fordæmalausar ofsóknir og útrýmingu á hendur
gyðingum, rómafólki og öðrum minnihlutahópum. Aðildar ríkj um
flóttamannasamnings SÞ ber skylda til að veita þeim sem falla undir
þessa skilgreiningu hæli og í framhaldi stöðu flóttamanns. Hvenær
er maður flóttamaður og hvenær er maður réttur og sléttur inn/
útflytjandi? Mörkin eru ekki alltaf skýr þrátt fyrir opinberar og laga-
legar skilgreiningar. Þar liggur ágreiningur milli hins pólitíska og
siðferðilega eða lagalega og siðferðilega. komum nánar að því síðar.
Umfang flóttamannavandans á heimsvísu
Samkvæmt skýrslu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna
(UNHCR Global Trends) höfðu 65.3 milljónir, eða einn af hverjum
113 íbúum jarðar, þurft að yfirgefa heimili sín árið 2015 vegna
stríðsátaka eða ofsókna. Þar af hefur tæplega 41 milljón flúið innan-
lands (e. internally displaced) en 21.3 milljónir eru skilgreindar sem
flóttamenn, þ.e. hafa flúið yfir landamæri eigin ríkis. Aldrei fyrr í
mannkynssögunni hefur fleira fólk neyðst til að flýja heimili sín en
nú á öndverðri 21. öld. Þetta eru gífurlega háar tölur en samt sem
áður aðeins 0,8% af heildarfjölda mannkyns.44
Búferlaflutningar eru ekki nýtt fyrirbæri því mannkynið hefur
verið á faraldsfæti frá árdögum tilvistar sinnar. Umfang, hraði og
fólksflutningar heimsálfa í milli hafa þó aldrei verið meiri en nú.
Fólk hefur flutt í leit að betra lífsviðurværi eða haldið á vit nýrra
ævintýra. Aðrir hafa orðið að flytja eða flýja vegna stríðsátaka,
fátæktar, fæðuóöryggis, ofsókna, hryðjuverka, mannréttindabrota
eða annars ofbeldis. Enn aðrir eru neyddir til að flýja heimili sín
vegna náttúruhamfara, sem sumar má rekja til hlýnunar jarðar.
Í mjög mörgum tilvikum neyðist fólk til að flytja vegna samspils
þessara þátta. Mörkin milli búferlaflutninga og nauðungarflutninga
álitamál — sagan og samtíminn36
43 Vef. „Samningur um réttarstöðu flóttamanna“, sjá: http://www.humanrights.is/
is/mannrettindi-og-island/helstu-samningar-og-yfirlysingar/sameinudu-
thjodirnar/samningur-um-rettarstodu-flottamanna, sótt 28. apríl 2017.
44 Vef. Global Trends: Forced Displacement in 2015.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 36