Saga - 2017, Blaðsíða 198
Guðrún Ingólfsdóttir, Á HVERJU LIGGJA EkkI VORAR GÖFUGU
kELLÍNGAR. BÓkMENNING ÍSLENSkRA kVENNA FRÁ MIÐ -
ÖLDUM FRAM Á 18. ÖLD. Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar 20.
Háskólaútgáfan. Reykjavík 2016. 352 bls. Viðaukar, myndir, nafnaskrá,
myndaskrá, útdráttur á ensku.
Þessi nýjasta bók í ritröð Miðstöðvar einsögurannsókna við Sagnfræði -
stofnun Háskóla Íslands er óvenjuleg að því leyti að hún er metnaðarfullt
yfirlitsrit sem spannar í það minnsta 400 ár, en Sýnisbækur íslenskrar
alþýðumenningar fjalla oft um smærri og afmarkaðri efni. Viðfangsefnið er
handrit sem hafa verið í eigu íslenskra kvenna eða verið lesin eða rituð af
konum. Höfundurinn, Guðrún Ingólfsdóttir bókmenntafræðingur, tekur
fram að skáldskapur kvenna og bréfaskriftir hafi ekki verið til rannsóknar
en henni tekst engu að síður að tengja ágætlega við þau rannsóknarsvið í
umfjöllun sinni. Helsti styrkleiki bókarinnar er enda sá hvað henni tekst að
sameina mörg efni. Hún er í senn mikilvægt innlegg í kvennasögu, sögu
læsis og skriftarfærni og íslenska menningarsögu í víðum skilningi. Þegar
við bætist að tímabilið sem er til umfjöllunar, u.þ.b. 1400−1800, er sá tími
sem oftast verður útundan í íslenskri sögu, þá er hún líkleg til að verða
grundvallarrit og óskandi að hún nái til sem flestra fræðimanna.
Guðrún tengir umfjöllun sína við rannsóknir á sama sviði erlendis og er
það gagnlegt fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér efnið frekar. Sá kafli
veitir einnig innsýn í hugmyndafræðilega nálgun hennar að efninu. kaflinn
ber yfirskriftina Bókmenning evrópskra kvenna en miðast mest við rann sóknir
frá „stóru“ evrópsku málsvæðunum, einkum Englandi. Í næsta kafla á eftir,
Menntun og bókmenning íslenskra kvenna, er að finna áhugaverðan samanburð
við Danmörku en ég saknaði einhverskonar samanburðar við læsi og
bókmenningu norskra kvenna á miðöldum, þar sem slíkar upplýs ingar
hefðu getað fyllt upp í gloppóttar heimildir okkar um íslenskar aðstæður
fyrir siðaskiptin.
Mikil heimildavinna liggur að baki rannsókninni og aftast í bókinni
fylgir viðamikil skrá yfir þau handrit sem vitað er að hafi verið í eigu kvenna
eða skrifuð af konum. Bókin gefur góða innsýn í torlæsar heimildir, sem
fæstar hafa verið gerðar aðgengilegar í útgáfu, og þótt meginviðfangsefni
hennar sé handritamenning kvenna eru í henni ótalmargir þræðir yfir í
önnur efni sem varða tímabilið. Þar má nefna trú, bókmenntir og listir en
einnig stjórnmála- og efnahagssögu. Bókin er því líkleg til að nýtast fræði -
mönnum af ýmsum sviðum sem hafa áhuga á tímabilinu. Guðrún er með -
vituð um erfiðleikana við rannsóknir á bókmenningu kvenna sem ekki voru
af yfirstétt og dregur oft athygli að þeim. Engu að síður finnur hún dæmi
um slíkar konur og þó að þau séu ekki mörg öðlast bókin aukna fræðilega
dýpt við það að höfundur tekur tillit til stéttaskiptingar.
Það er einnig stór kostur við bókina hversu opin hún er í báða enda hvað
ritdómar196
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 196