Saga - 2017, Blaðsíða 98
Samtvinnun: (Karl)kyn, aldur og stéttarstaða
Umræða og átök um aukinn kosningarétt, sem Alþingi samþykkti
1913 og kristján X. Danakonungur staðfesti með stjórnarskrárbreyt-
ingu 19. júní 1915, snerist fyrst og fremst um réttindi kvenna. Stéttar -
staða er hins vegar dæmi um útilokandi þátt sem með áhuga verð -
um hætti samtvinnaðist kyni og aldri. Því verður hér stuttlega vikið
að þeim körlum sem fengu kosningarétt árið 1915.
Sigríður Dúna kristmundsdóttir mannfræðingur hefur nýlega
beint sjónum sínum að áðurnefndum körlum: vinnumönnum og
körlum sem ekki höfðu greitt sérstakt fjögurra króna aukaútsvar.
Hún heldur því fram að 40% karlmanna á kosningaaldri hafi verið
án kosningaréttar árið 1915.73 Sú tala er of há. Í nýlegri úttekt skoðar
Guðmundur Jónsson sagnfræðingur hvenær kosningaréttur varð
almennur á Íslandi. Hann sýnir fram á að við alþingiskosningar árið
1914 voru 69% karla á kosningaaldri á kjörskrá. Það þýðir að 31%
karla 25 ára og eldri voru þá án kosningaréttar, en við kosningarnar
árið 1916 var það hlutfall komið niður í 17,6%.74 Hér er því athyglis -
vert að sjá hvernig kyn, aldur og stétt samtvinnast. Á meðan al -
mennur kosningaaldur karla var 25 ár fylgdu vinnumenn 40 ára
aldursreglunni, sem jafnframt gilti um allar konur.
Sigríður Dúna bendir á að algjör þögn hefur ríkt um málið í
fortíð og nútíð. Þeir karlar sem ekki höfðu kosningarétt börðust ekk-
ert sérstaklega fyrir honum og engir karlahópar eða mikilsmetandi
karlmenn settu málefni þeirra sérstaklega á dagskrá. Enda fól kosn-
ingaréttur þeirra ekki í sér grundvallarbreytingar á kynjaðri þjóð -
félags skipan, eins og kosningaréttur kvenna gerði, heldur lítilsháttar
endurskoðun á efnahagslegri skipan og stéttarstöðu fólks.75
Um þetta fjallar Ragnar Logi Búason í MA-ritgerð sinni í sagn -
fræði frá 2016. Með því að bera saman tvær kjörskrár fyrir Reykjavík
frá 1915 og 1916, fyrir og eftir lagabreytinguna, sýnir hann fram á að
nýjum karlkjósendum í Reykjavík fjölgaði um 437 á milli ára, en þar
af voru 82 sem komust á kjörskrá vegna þess að þeir höfðu náð 25
ára aldursmarkinu.76 Vinnumenn sem náð höfðu 40 ára aldri voru
þorgerður h. þorvaldsdóttir96
73 Sigríður Dúna kristmundsdóttir, „Men and the Suffrage“, bls. 259–276.
74 Vef. Guðmundur Jónsson, „Hvenær varð kosningaréttur almennur á Íslandi?“
75 Sigríður Dúna kristmundsdóttir, „Men and the Suffrage“, bls. 273.
76 Ragnar Logi Búason, Alger bylting? Um breytingar á kosningaréttarlögunum
1915 og afleiðingar þeirra fyrir karla og konur í Reykjavík. Ritgerð til MA-prófs
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 96