Saga - 2017, Blaðsíða 43
álitamál — sagan og samtíminn 41
Hægri öfgaöfl — austan hafs og vestan — hafa kynt undir ísla-
mófóbíu og múslimar, ásamt innflytjendum, verið stimplaðir sem
útsendarar andskotans og ógn við þjóðernisleg gildi heima fyrir.
Talað er um „sanna“ Breta, „sanna“ Frakka, „sanna“ Bandaríkja -
menn en færri vita hins vegar hvað felst í þessum „sönnu“ þjóðern-
isgildum. Íkveikjur og árásir á flóttamannabúðir eða aðsetur hælis-
leitenda bera vott um mannfyrirlitingu þar sem flóttafólkið er gert
að blórabögglum, það afmennskað og rænt reisn sinni og virðingu.
Þessi viðhorf og aðgerðir enduróma af gyðingaofsóknum í Evrópu
á fjórða áratug síðustu aldar. Það er ógnvekjandi staðreynd.
Uppgangur hægri þjóðernisafla víðsvegar um álfuna er ógnvæn-
legur því þau ala á ófriði og sundrung fremur en að leitast við að
finna lausnir á því hvernig takast eigi á við árekstra og núning, sem
óhjákvæmilega fylgir samfélögum margbreytileikans. Fólk sem
aðhyllist ólík trúarbrögð er ekki af öðrum heimi eða úr mismunandi
„heimum“. Við lifum jú í einum og sama heiminum og líf okkar er
samofið á óendanlega mörgum sviðum. Mörk milli ólíkra menn -
inga, mismunandi trúarbragða, „kynþátta“ og jafnvel kynáttunar
eru oftar en ekki óljós; hvar þau byrja og hvar þau enda er ekki jafn
einhlítt og oft er látið í veðri vaka. Hvorki sjálfsmynd einstaklinga
né hópa eða þjóða er höggvin í stein heldur er hún organísk og
mótast sífellt af félagslegum, efnahagslegum og pólitískum öflum.
Þjóðernishyggjan elur hins vegar á einsleitni á öllum sviðum og
stríðir gegn lýðræðislegum kröfum um jafnræði allra borgaranna.
Einstrengingsleg áhersla á einsleitni, þar sem ríkjandi etnískir hópar
eða trúarhópar leggja línurnar á sínum forsendum fyrir heildina, er
beinlínis skaðleg lýðræðinu. Að gera flóttafólk, hælisleitendur og
innflytjendur að blórabögglum þegar kjör almennings á Vesturlönd -
um versna, eins og þessi öfl gera leynt og ljóst, stenst ekki rök.
Aðför, ofsóknir og afmennskun einstakra þjóðfélagshópa ætti að
vera almenningi og yfirvöldum mikið áhyggjuefni, sem brýnt er að
takast á við strax áður en það fer úr böndunum. Þar er þörf fyrir
upplýsingu og samræður milli fólks sem tilheyrir ólíkum þjóð -
félags hópum.
Íslenskt samfélag er örlítið og var lengst af einsleitt á öllum
sviðum. Alla síðustu öld réð einstrengingsleg þjóðernishyggja ríkj -
um í íslenskri menningarpólitík. Það er óskandi að hún hafi verið
jörðuð með öldinni.
Tuttugasta og fyrsta öldin hefur fært Íslandi ótvíræðar lýðfræði -
legar breytingar. Nú er tíunda hver manneskja, sem býr á landinu,
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 41