Saga - 2017, Blaðsíða 180
Erla Dóris gerir ágæta grein fyrir því hvernig nota má hugtök á borð við
yfir ráðakarlmennsku (e. hegemonic masculinity) og hlutdeildarkarlmennsku
(e. complicit masculinity) til að lýsa stöðu ólíkra hópa karla í kynjakerfi 19.
aldar. Það hefði hins vegar mátt skýra nánar kynjaímyndir eins og þær birt-
ast í heimildum. Höfundur tekur þannig gagnrýnislaust upp úr borgara legu
samfélagi nútímans hugmyndir um kynímyndir þar sem körlum er lýst sem
sterkum og ákveðnum en konum sem blíðum, trúræknum og við kvæmum.
Eiga þessar kynímyndir við um bændaalþýðu á Íslandi á 18. og 19. öld? Var
hin blíða, viðkvæma og guðhrædda kona sú mynd sem samtímamenn
höfðu af íslenskum ljósmæðrum sem störfuðu við erfiðar aðstæð ur í strjál -
um byggðum landsins?
Í niðurlagi ritgerðar (bls. 265) lýsir Erla Dóris ljósfeðrum með eftir -
farandi hætti:
Í flestum tilvikum höfðu þessir ólærðu karlar gott hjartalag og hlýlegt,
nærgætið viðmót. Sjálfir höfðu þeir sumir upplifað það að hafa misst
mæður eða eiginkonur af barnsförum og þekktu mikilvægi réttra, líkn-
andi handtaka. Sumir áttu eiginkonur sem þeir fylgdu til fæðandi
kvenna og lærðu handtökin af þeim. Þessir karlar áttu það sameigin -
legt að vera taldir búnir sérstökum kvenlegum eiginleikum. Þeir voru taldir
nærfærnir, góðir, þolinmóðir, umhyggjusamir, höfðu löngun til að
hjálpa konum og voru einnig gæddir mannkærleika og líknarlund.
(Leturbreyting mín.)
Mér er til efs að samtímamenn hafi litið svo á að þeir ómenntuðu karlar,
sem leitað var til við barnsfæðingar, hafi verið búnir kvenlegum eiginleik -
um og Erla Dóris nefnir raunar hvergi dæmi af ummælum um ljósfeður
sem bent gætu í þá átt. Getur verið að slíkir eiginleikar hafi verið hluti af
ímynd heilbrigðisstétta, hvort sem um lækna eða ljósmæður var að ræða?
Að sama skapi má velta því fyrir sér hvort ljósfeður „gengu inn í kvenna-
heim“ eins og höfundur telur. Gengu ljósfeður ekki einmitt í þessi störf á
eigin forsendum, sem karlmenn er nutu virðingar í samfélaginu og voru
þeim eiginleikum búnir að þeim var treyst fyrir lífi og limum sængur kvenna
og ungbarna?
Í ritgerðinni er lögð áhersla á að aðkoma ómenntaðra karla að fæðingum
hafi verið einstök fyrir Ísland og ekki hafi fundist heimildir sem sýni að slíkt
hafi tíðkast annars staðar á Norðurlöndum (sjá t.d. bls. 114). Þessi niðurstaða
skýrist öðrum þræði af því hversu þröngt höfundur skilgreinir hópinn.
Alþýðulæknar voru fjölmargir í nágrannalöndunum (og öðrum löndum),
áður en menntuð læknastétt varð allsráðandi í heilbrigðismálum, og margir
slíkir karlar aðstoðuðu konur í barnsnauð. Dæmi um þetta má t.a.m. finna
í ritum þeirra Christinar Romlid og Ulfs Högberg sem sýna að þegar lög um
ljósmæður voru rædd í sænska þinginu árið 1777 mætti sú hugmynd að
banna slíkum alþýðulæknum aðkomu að fæðingum mikilli andstöðu.
andmæli178
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 178