Saga - 2017, Blaðsíða 110
Lengsta og ítarlegasta frásögnin sem ég hef fundið af missi kosninga-
réttar vegna fátæktar, eða vegna þess að kona þurfti að þiggja sveit-
arstyrk til þess að komast af, er frásögn Margrétar R. Halldórs dóttur
sem birtist í bókinni Fimm konur sem út kom 1962.120 Þetta er jafn-
framt eina frásögnin í fyrstu persónu. Þar segir Margrét frá því að
haustið 1927 hafi hún neyðst til þess að leita á náðir bæjar félagsins
um hjálp og fram kemur að það voru þung skref. Hún segir:
Ég held, að enginn nú til dags, að minnsta kosti ekki unga fólkið, skilji í
raun og veru, hvað hér er um að ræða. Það var allt að því dauðasynd að
fara þessa leið. Það var ekki aðeins, að þeir, sem nutu hjálpar, misstu
mannréttindi sín í þjóðfélaginu, heldur kölluðu þeir yfir sig fordæmingu
samferðamanna sinna, eða meðaumkun, sem oft gat reynzt litlu betri.121
Ástæða þess að Margrét neyddist til þess að þiggja sveitarstyrk var
sú að eiginmaður hennar lá helsjúkur á Vífilsstöðum, þar sem hann
lést tæpu ári síðar. Saman áttu þau fjögur börn sem þá voru ellefu,
níu, sex og fjögurra ára. Síðar í frásögninni rifjar Margrét upp hvernig
þessi niðurlægjandi gjörningur, að þiggja sveitarstyrk, takmarkaði
borgarleg réttindi hennar. Um það leyti sem hún fékk styrk inn fóru
fram kosningar. Einn flokkurinn þóttist eiga von á atkvæði hennar
og seint á kosningadaginn kom kunningi hennar á bíl til þess að
hvetja hana til að fara á kjörstað. Þáði hún farið. Framhaldinu lýsir
hún svona:
Ég arkaði í kjördeildina og gekk inn, sagði til nafns míns og heimilis-
fangs. Þeir blöðuðu í skrám sínum, spurðu mig, hvort ég héti ekki
neinu öðru nafni, eða hvort ég hefði ekki átt heima annars staðar. Ég
fann, að það var eitthvað að. Og allt í einu rann upp fyrir mér ljós og
um leið fór ég að titra. Ég átti að vita þetta, og ég vissi það, en því hafði
verið stolið úr mér.
Ég snéri mér frá kjörstjórninni og sagði: „Þetta er allt í lagi. Ég er
ekki á kjörskrá.“
„Nei,“ sögðu þeir. „Því miður eruð þér ekki á kjörskrá.“
Og ég gekk út. Ég hafði fengið sitt undir hvorn. Það var mátulegt á
mig fyrir gleymskuna. En sár var ég, þegar ég rölti út úr portinu. Sá
sársauki stafaði, að ég held, miklu fremur af reiði en meðaumkun með
sjálfri mér, og enn í dag ásaka ég sjálfa mig fyrir að hafa gleymt aðstöðu
minni og vera að álpast niður á kjörstað.122
þorgerður h. þorvaldsdóttir108
120 Vilhjálmur S. Vilhjálmsson, „Mörgum á förinni fóturinn sveið“, bls. 86–129.
121 Sama heimild, bls. 110.
122 Sama heimild, bls. 116.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 108