Saga - 2017, Blaðsíða 131
hannaðar fyrir starfsemi þeirra, heldur orðið að laga sig að eldra
húsnæði og óhentugu sem þarfnast hefur mikils viðhalds og breyt-
inga í þágu starfsemi safns. Söfn á Austurlandi fengu þess vegna
fágætt tækifæri þarna á níunda áratugnum, þegar ráðast átti í bygg-
ingu nýs húsnæðis frá grunni sem sérstaklega yrði ætlað söfnum. Af
gögnum er lúta að Safnahúsinu á Egilsstöðum, allt frá byggingar -
tíma og til þessa dags, má sjá að svo virðist sem sérfræðiþekking um
þarfir og starfsemi safna, hvað varðar forvörslu muna og gerð sýn -
ingarrýmis, hafi ekki verið höfð að leiðarljósi við hönnun hússins.
Hér er hvorki rúm til að rekja hvers vegna svo margt fór úr -
skeiðis í áformum um byggingu Safnahússins né til að kryfja hvers
vegna ekki fóru saman orð og efndir, framkvæmd og fjárveiting. Var
hönnunin, sem fyrir valinu varð, sveitarfélögunum, eigendum safn-
anna, ofviða þegar kom að því að byggja húsið vegna stærðar þess
og gerðar? Var kostnaður við bygginguna stórlega vanmetinn eða
stóðu framkvæmdaaðilar ekki við sitt? Hefðu lyktir málsins orðið
betri ef leitað hefði verið haldgóðrar ráðgjafar hjá sérfræðingum, um
hönnun bygginga undir söfn, áður en lengra var haldið? Af hverju
skorti pólitískan vilja eða samstöðu um að klára bygginguna? Þess -
um spurningum er ósvarað en full ástæða til að einhver gefi sér tíma
til að svara þeim, því að sorgarsagan í húsnæðismálum Minja safns
Austurlands er því miður ekkert einsdæmi hér á landi enda þótt
hún sé kannski sú furðulegasta að sumu leyti. Svo er það auð vitað
lokaspurningin, sem áhugafólk um söfn og safnastarf á Austur landi
spyr sig: Hvenær verður ráðist í að ljúka byggingu Safna hússins á
Egilsstöðum samkvæmt þeim áformum sem síðast voru uppi á
borðinu, þ.e. að húsinu verði lokið að tveimur þriðju upphaflegrar
áætlunar og látið þar við sitja? Safnahúsið var frá 1995 til 2014 í eigu
safnanna þriggja í húsinu, nánar tiltekið þeirra sveitarfélaga á
Austurlandi sem að þeim standa. Sú margsamsetta eignaraðild
virðist ekki hafa virkað hvetjandi til að ná fram nauðsynlegum
fram kvæmdum við húsið heldur fremur hafa veikt þá framvindu í
gegnum tíðina. Fjárskortur og ósamstillt stefna eigenda virðist hafa
ráðið þar mestu auk þess sem bankahrunið haustið 2008, með öllu
því fjárhagslega bakslagi sem því fylgdi, lék öll framkvæmdaáform
illa á Austurlandi eins og víðar á landinu.
Frá árinu 2014 hefur Safnahúsið verið í eigu eins sveitarfélags,
þ.e. Fljótsdalshéraðs, og vonandi nær einfaldara eignarhald að þjóna
hagsmunum þeirrar starfsemi sem þar er hýst svo að takast megi að
ljúka við húsið samkvæmt síðasta samkomulagi milli fulltrúa ríkis-
gjöf skáldsins og húsnæðisvandi … 129
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 129