Saga - 2017, Blaðsíða 156
5. Göng frá baðstofu til dyra, grindarlaus. Álag á þau kr. 3,00
6. Fjós fyrir 6 kýr. Það er byggt einstætt með mænisás og
stoðir undir, þær 4 álna háar, árefti að nokkru leyti farið.
Er því gjört álag á það kr. 10,00
7. Smiðja hér 5 álnir á lengd, 2¼ alin á breidd, með þili að
framan og læstri hurð. Álag á það kr. 1,50
8. Hesthús fyrir 2 hross. Álagslaust.
9. Lambhús fyrir 12 kindur. Álag á það kr. 2,00
10. Heyjagarður í fjórum garðstöðum að nokkru leyti, ekki
stæðilegur. Álag því á hann kr. 5,00
Álag alls kr. 46,5038
Í Flekkudal hafa roföflin verið að verki og viðhaldi er nokkuð ábóta -
vant. Álag er á átta liðum af tíu. Úttektarmenn hefðu mátt skýra
nánar frá, en geta má sér til um skemmdir vegna leka. Baðstofan var
um 3,3 metrar á breidd og veðurálag eftir því. Þótt súðin flytji leka,
borð af borði, út fyrir rýmið að útvegg skemmir viðvarandi leki
burðarviði og súðina með tíð og tíma. Ekki þarf að koma á óvart að
þak af þessari stærð hafi sligast undan álagi.
Samkvæmt manntali árið 1880 voru níu manns til heimilis í
Flekku dal, þar af fimm börn og unglingar á aldrinum þriggja til
sextán ára. Árið 1890 voru fimm fullorðnir í heimili, einn sextán ára
unglingur og tvö börn fimm og tíu ára. Hafi rúm verið tvísetin
þurftu þau aðeins að vera fjögur, en í baðstofunni í Flekkudal mátti
vel koma fyrir fimm rúmum og hafa þó rými til athafna.
Viðhaldsþörfin verður ekki metin með tölulegri nákvæmni eftir
úttektarbók kjósarhrepps. Til þess voru úttektir of tilviljunar kennd -
ar. Mislangt var milli úttekta á hverjum stað og óvíst er hvenær eða
hve oft viðhaldsverk voru unnin. Fullvíst er þó að viðhaldsþörfin
var viðvarandi og fráfarandi ábúanda tókst sjaldan að skila af sér
húsum til viðtakandi ábúanda án þess að á þau félli álag. Oftast var
mest álag reiknað á baðstofu. Gallar, svo sem að hús sé bilað að
viðum og veggjum, að súð eða burðarhlutar úr viði séu bilaðir og að
veggir sem hlaðnir eru úr jarðefnum séu bilaðir eða fallnir, tala sínu
máli.
En fleira kann að hafa verið íþyngjandi en viðhaldsþörfin. Spurn-
ing var hvort grunnmynd sem var samsett úr mörgum litlum hús-
um, með þykkum veggjum á milli, hentaði lífsháttum manna þegar
gunnar sveinbjörn óskarsson154
38 Sama heimild, bls. 220–222.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 154