Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2021, Síða 17

Strandapósturinn - 01.06.2021, Síða 17
16 var í ungmennafélaginu, kvenfélaginu og í sóknarnefnd. Hún fór stundum á fundi utan sveitar fyrir hönd síns kvenfélags. Þá létti Gyða undir með henni og passaði börnin og sá um heimilið á meðan. Amma var líka handa- vinnukennari við skólann frá haustinu 1966. Hún var flink í höndunum og hugmyndarík að hanna alls kyns föndur. Hún var þolinmóð við krakkana og hafði einstakt lag á að koma þeim í gegnum verkin, því áhuginn var mismikill hjá börnunum. Reyndar var hún afar lagin við börn og virtist ná vel til þeirra og skilja þau. Eins og hún var ljúf í lund, var hún hugulsöm við alla en sérstaklega börnin og t.d. mundi hún alla þeirra afmælisdaga. Þau áttu hjá henni sérstakt pláss í hjartanu og fengu líka að njóta þess. Sumarið 1963 flytur Þórólfur til Finnbogastaða. Amma hafði síðustu árin haft miklar áhyggjur af pabba sínum því hann var orðinn heilsuveill. Hún hafði líka haft samviskubit yfir því að hafa ekki getað ekki gert meira fyrir hann gegnum árin. Þess vegna var hún mjög fegin og glöð að fá gamla manninn til sín enda var afar kært þeirra á milli og þau náin. Þórólfur fær heilablóðfall í lok mars 1964 og missir máttinn þannig að hann á erfitt með að tala en virðist hress að öðru leyti. Rúmum tveimur vikum síðar fær hann aðra heilablæðingu og verður þá rúmfastur. Það er ekki fyrr en 21. apríl sem Þórólfur kveður þennan heim. Þetta var ömmu bæði sorg og léttir. Henni þótti ömurlegt að horfa upp á pabba sinn svona veikan og geta ekkert gert í því en jafnframt er alltaf erfitt að kveðja þá sem maður elskar mest. Tíminn leið og börnin hennar ömmu urðu fullorðin. Gugga hafði fundið sér mannsefni og þurfti ekki að leita langt til þess. Sumarið 1971 giftist hún Hjalta Guðmundssyni í Bæ og fluttist þangað. Nokkrum árum síðar fékk Steini afi slag og 1977 var hann orðinn lamaður og búinn að missa málið mikið til. Hann fékk þó aftur máttinn og málið að einhverju leyti. Þetta var bæði honum og ömmu mikið áfall. Hann þurfti að vera þó nokkuð fyrir sunnan undir læknishöndum. Sumarið 1979 var hann heima á Finnbogastöðum. Þangað var þá komin konuefnið hans Munda, Helga Eiríksdóttir frá Eskifirði. Hún hafði upphaflega komið að Melum sem ráðs- kona hjá Kristjáni Albertssyni. Hún var með ungan son sinn með sér sem Mundi tók að sér. Við húsmóðurskiptin flutti amma alveg upp á loft. Her- bergi þeirra afa var þokkalega stórt og þar lét hún útbúa eldunaraðstöðu fyrir sig og bjó út herbergið eins og litla íbúð.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.