Strandapósturinn - 01.06.2021, Page 21
20
Þorgeir Pálsson
sveitarstjóri Strandabyggðar
Höfum við efni
á að vera til?
Höfum við efni á þessu? Þetta er algeng spurning í okkar daglega lífi og
svarið er alla vega. Stundum er svarið já og við kaupum, stundum er svarið
nei en við kaupum samt. Hver kannast ekki við að hafa keypt of dýran
bíl eða fasteign sem reynist of dýr í rekstri? Eða að hafa látið freistast og
keypt sér skó, tösku, jakkaföt, sjónvarp eða annað sem hugurinn girntist, án
þess að hafa raunverulega efni á því?
Í okkar daglega lífi er svo sem einfalt að eiga við þessi vandamál. Við
skilum eða seljum hluti sem við höfum ekki efni á, a.m.k. þegar það er
hægt. En hvernig ætli okkur yrði við sem einstaklingum ef við fengjum
fyrirmæli frá ríkinu um að við yrðum að eiga íbúð af vissri stærð, eða að
við yrðum að eiga tvo bíla, sjö jakkaföt og alltaf a.m.k. fimm pör af skóm
til skiptanna? Eða að hvert heimili yrði að vera með þrjú sjónvörp og tvo
ísskápa?
Skrýtin dæmi og furðuleg byrjun á grein, kann einhver að hugsa. Og
það er rétt, þetta er skrýtin nálgun. Við sem einstaklingar getum valið
okkar lífsstíl og þann kostnað sem honum fylgir og því virkar það hálf
asnalegt ef ríkið færi að setja okkur skilyrði og skorður.
En ef við værum sveitarfélag? Þá væru skilyrði og skorður eitthvað sem
allir könnuðust við og þekktu. Því þannig er það.
Sveitarfélagið Strandabyggð
Strandabyggð er þjónustukjarni á Ströndum. Hér er mikil og góð þjónusta
og má þar nefna Vegagerðina, Orkubú Vestfjarða, Sýslumanninn á Vest-
fjörðum, lögreglu, heilsugæslu og heilbrigðisþjónustu, stöðuga viðveru