Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2021, Page 32

Strandapósturinn - 01.06.2021, Page 32
31 Eldiviðinn, sem mest var rekaviður, urðum við að ná í undir Skorar því lítill viður var á eynni sunnanverðri nema blautur sem brann illa. Við fengum mópoka þegar við komumst í land til að sækja vistir en það dugði skammt því oft voru ferðir strjálar yfir sundið. Ég held að það hafi farið upp í þrjár vikur sem ekki gaf í land og þá voru nú litlar matarbirgðir í henni Grímsey. Einu sinni urðum við að fara fram í Grímsey í norðaustan roki til að hýsa féð því menn voru hræddir um að tófurnar legðust á það. Við fengum stærri bát til að fara á og gekk það alveg ágætlega. Við lentum í básnum fyrir innan Baulublettinn því ekki var hægt að komast út í lendinguna vegna veðurs. Við þurftum að setja bátinn svo hann færi ekki í sjóinn á flóðinu og reyndist það okkur algjör ofraun þó það hefðist að lokum. Fleira er mér í fersku minni. Eitt sinn þegar við vorum að fara yfir sundið í vestan garra fengum við á okkur brot svo bátinn hálffyllti af sjó. Eins man ég vel þegar ég hrapaði í Lambahillu. (Hér er tilhlýðilegt að skjóta inn frásögn af því atviki. Lambahilla er brött og grasi vaxin sylla á norðanverðri Grímsey. Niður í hana er frekar erfitt að komast en kindur sóttu þangað vegna góðrar beitar. Dag einn þegar Guðjón og Jón voru að smala fénu hafði ein kind laumast niður í Lambahillu. Kalt var í veðri og héla á grasi. Guðjón klöngraðist niður og ætlaði að reka kvikindið upp á brúnina. Gekk það vel í fyrstu en þegar kom að skarðinu snarsnéri hún við og stökk á hann af það miklum krafti að hann missti fótanna og byrjaði að renna niður flughála sylluna. Einhver hélt verndarhendi yfir honum í þessum nánast vonlausu aðstæðum og ætlaði honum víst lengri lífdaga því neðan við sylluna beið ekkert nema dauði eftir tuga metra fall í grjóturð. Fyrir einskæra tilviljun lenti hann á líklega einu steinnibbunni á syllunni og náði að stöðva ferð sína fram af hengifluginu alveg við brúnina. Þegar hann hafði skreiðst upp, beið Jón þar og sagði skjálfandi röddu: „Ég beiddi nú bara Guð almáttugan að hjálpa þér Guðjón minn.“) Þrjú ár á Kambi Nú ætla ég að nefna veru okkar á Kambi í Árneshreppi. Þetta var á síldar- árunum og vann ég í verksmiðjunni í Djúpavík á sumrin, bæði úti og inni sem dagmaður. Ég var handlangari hjá tveimur múrurum og var líka inni í verksmiðjunni á svokölluðum frívöktum. Þessa þrjá vetur sem við vorum á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.