Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2021, Page 38

Strandapósturinn - 01.06.2021, Page 38
37 Þegar allt var tilbúið byrjaði ég að vinna við bygginguna. Fyrst þurfti ég að leggja skólp- og vatnsleiðslur í grunninn og síðan stilla upp fyrir honum. Það var mest grjót og möl í uppgreftinum, hnullungsgrjót af áþekkri stærð og lögun sem ég notaði í útveggina. Grjótið varð ég að þvo vel áður en það fór í steypuna því það var hið eiginlega steypustyrktar- járn í þessu húsi. Smátt og smátt reis þetta allt af grunni en þetta var afar mikil vinna fyrir einn mann. Fyrst reis íbúðarhúsið en viðbyggingarnar þar á eftir, þvottahús, geymsla, fjós, haughús, hlaða og síðan fjárhús þar fyrir utan. Fjárhúsin voru með steyptum kjallara, um það bil einn metri undir grindur. Þetta gekk allt hægt og bítandi en ekki man ég nú hvað ég var lengi að þessu en það mun hafa verið haustið 1943 að ég gat lokað íbúðarhúsinu svo hægt væri að byrja að vinna innandyra. Hann Þórhallur minn frá Kolbeinsvík var hjá mér þrjár vikur um veturinn og smíðuðum við grindina innan á útveggina og gátum svo farið að stoppa. Það var gert með þurru torfi sem var skorið í lengjur og staflað í grindina. Síðan voru veggirnir klæddir með asbestsplötum innan á þessa grind. Þá var loftið í húsinu einnig einangrað með torfi. Bitafylling var ofan á loftinu og það hafði ég hvergi séð annars staðar en hjá mér. Ekki er hægt að lýsa þessu meira í smáatriðum og reyni það ekki. Til að við gætum flutt sem fyrst í húsið lagði ég áherslu á að múra milliveggi og dregara í eldhúsi og svefn- herberginu okkar. Ég vann við þetta alla daga, jafnt helgar sem virka daga, og á nokkrum árum risu allar þessar byggingar sem enn standa óbreyttar. Það var nú allt mjög fátæklegt hjá okkur fyrstu búskaparárin í Bakka- gerði, sem maður segir svo, því við áttum ekki neitt. Þegar ég hafði byggt fjós, hlöðu, haughús og fjárhús þá fengum við okkur kú og nokkrar kindur svona fyrir heimilið. Það var öllu verra með heyskapinn því við urðum að fara út í Grímsey og upp á Háls til að fá eitthvert rusl fyrir þessar fáu skepnur. Það var bara ekkert tún þarna nema þessi eina dagslátta sem Guðmundur Ragnar bróðir hafði sléttað. Ég fékk lánaðan svokallaðan Bóndaflóa í Bjarnarneslandi, sem er rétt norðan við Leirtjörnina. Þangað löbbuðum við Sæunn mín um það bil klukkustundar gang. Það var forar- blautt þarna í flóanum og þurfti hún að raka það sem ég sló og koma því á þurrari stað til að bleytan gæti sigið úr því. Þetta var erfiður heyskapur en við fengum lánaða hesta til að reiða nokkuð af þessu heyi heim. Afgangur-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.