Strandapósturinn - 01.06.2021, Page 52
51
Jaktin Sigurósk
Guðlaugur Gíslason
frá Steinstúni
Í viðbót við annál sáluga djákna Hallgríms Jónssonar á Sveinsstöðum, sem
útdreginn er af annál Daða Níelssonar, stendur: „Enskt hvalfangaraskip for-
gekk [fórst] undir Hornbjargi um vorið. Voru á því 48 menn. Komust 40 á
bátum til lands en átta drukknuðu. Lét Árni kaupmaður Thorlacius flytja
þá til Hollands. Bændur í Trékyllisvík gátu margt upp slætt úr sjónum, það
á skipinu var. Kom það í góðar þarfir til jaktar þeirrar, er þá var verið að
smíða í Ófeigsfirði á Ströndum. Áttu þeir hana Grímur bóndi Alexíusson
í Ófeigsfirði, Magnús hreppstjóri Guðmundarson á Finnbogastöðum og
Magnús Einarsson dannebrogsmanns á Kollafjarðarnesi Jónssonar.“1
Hvað skyldi vera hér á seyði? Full ástæða mun vera til að athuga það.
Þá verður fyrst fyrir að kynna lítillega til sögunnar þá menn sem að
framan eru nefndir.
Líklegt er að þeir bændurnir Grímur Alexíusson (1779–1841) í
Ófeigsfirði og Magnús Guðmundsson (1799–1855) hreppstjóri á Finn-
bogastöðum hafi í upphafi staðið fyrir þessu fyrirtæki, þ.e. að ráðast í smíði
þilskips, og fengið til liðs við sig þriðja manninn [eða var það kannski á
hinn veginn]. Sá var Magnús Einarsson (1809–1870) sem fæddur var á
Kollafjarðarnesi í Strandasýslu. Magnús var lærður skipasmiður 2 og því
líklega lykilmaður við smíði skipsins. Síðar settist Magnús að á Hvilft í
Önundarfirði, eins og síðar mun koma fram. Magnús er skráður innkominn
í Árneskirkjusókn, frá Kollafjarðarnesi til Ófeigsfjarðar, árið 1829 og er
1 Árið 1828, 3. grein.
2 Gísli Konráðsson –Strandamannasaga bls. 223.