Strandapósturinn - 01.06.2021, Síða 55
54
Um smíði skipsins
Eins og fram hefir komið eru líkur á því að eitthvað af efni til smíðinnar
hafi smiðirnir fengið úr hvalveiðiskipinu, sem nefnt er hér í upphafi. Má
ætla að þar hafi þeir fengið efni í segl og tóg ýmiss konar auk timburs í
burðarvirki skipsins, svo sem kjöl, bönd og þess háttar. Að öðru leyti var
skipið smíðað úr rekavið, sem gnægð var af á fjörum Ófeigsfjarðar.
Sigurósk
Það hefir að líkindum verið á síðari hluta ársins 1832 að séð var fyrir
endann á smíði skipsins og því verið gefið nafnið Sigurósk. Nafnið er tákn-
rænt og lýsandi á margan veg. Það gefur til kynna að eigendurnir telji sig
hafa unnið sigur á erfiðu verkefni. Á hinn bóginn er það óskin til hinnar
óráðnu framtíðar.
Í upphafi ársins 1833 urðu ákveðin þáttaskil. Þá var komið að því að
huga að rekstri skipsins í stað smíði þess. Það var fyrst með eftirfarandi
bréfi, til amtmannsins í Vesturamtinu, að eigendurnir láta í sér heyra um
smíði og rekstur skipsins [það skal tekið fram, að öll bréf og skjöl, sem um
þetta mál fjalla í heimildunum eru á dönsku og skrifuð með fjaðrapenna.
Er Jóni Torfasyni, fv. skjalaverði á Þjóðskjalasafni Íslands, hér með þökkuð
aðstoð við lestur torráðinna skjala].
Bréf til amtmannsins í Vesturamtinu
Við undirskrifaðir höfum nú von um að geta loksins komið á flot
skonnortu þeirri er við höfum haft í smíðum í næstliðin 3 ár, að nafni
Sigurósk, en getum ekki fengið vinnumenn til að halda skipinu til
veiða, án þess skilyrðis að við útvegum yfirvaldsins leyfi þar um.
Þess vegna tökum við okkur undirgefnast, fyrir að biðja yðar hável-
borinheit að veita okkur hjálp og aðstoð til fiskirísins framkvæmdar,
nefnilega: að gefa okkur leyfi til að mega ráða lausamenn til nefndrar
skonnortu, þegar við getum ekki fengið vinnumenn til hennar.
Sömuleiðis að ég undirskrifaður Magnús Einarsson megi upp á sama
framgangsmáta vera á skonnortunni. Hér um væntum við yðar hável-
borinheita náðugra atkvæða.8 Finnbogastöðum 3. janúar 1833
Virðingarfyllst,
Magnús Guðmundsson - Grímur Alexíusson - Magnús Einarsson.
Til: herra amtmanns og riddara Thorsteinsson.
8 ÞÍ/VA III/120 1833