Strandapósturinn - 01.06.2021, Side 56
55
Bréfið var, að venju, sent sýslumanninum í Strandasýslu, sem sendi það
síðan til amtmannsins með sínum athugasemdum.
Til: Herra amtmanns Thorsteinsson
Frá: Sýslumanni Strandasýslu
Hjálagt er bréf frá eigendum hinnar nýbyggðu skonnortu sem þeir
kalla Sigurósk, dags. 3. þ.m. Mér er heiður að geta efnis þessa bréfs
fyrir yðar hávelborinheit. Svo virðist sem tilgangur þeirra með
bréfinu sé að fá leyfi amtsins til að þeir menn sem starfa munu á
skonnortunni megi vera lausamenn. Ég tel það beinlínis skyldu mína
að skýra þetta mál fyrir yðar hávelborinheit og láta í ljós svofellda
skoðun mína á þessu máli:
Þar sem ég er ennþá ekki sannfærður um að umsóknin sé algjörlega
nauðsynleg með tilliti til útbúnaðar skonnortunnar og er hræddur við
að fjölgun lausamanna í hreppnum muni valda skorti á vinnuafli og
hafi neikvæð áhrif bæði í efnahagslegu og hugarfarslegu [moralsk]
tilliti. Því álít ég að nægilegt sé að Magnús Einarsson sem á ¼ hluta
í skipinu og mun starfa á því sem stýrimaður [skipstjóri] þegar það
stundar veiðar og stjórnar þannig rekstri skipsins fái leyfi til að starfa
sjálfstætt sem lausamaður [opholde sig paa egen haand] þann tíma
af árinu sem skonnortan er ekki að veiðum. Til þess hefir hann alla
möguleika sem vel menntaður smiður og skipasmiður og þess utan
vinnufús maður og virðist því ganga framar öðrum.
Virðingarfyllst,
Melum [við Hrútafjörð] 28. jan. 1833.
J. Jónsson.
Bréf til sýslumanns Strandasýslu
Ásamt vinsamlegu bréfi sýslumannsins dagsettu 28. janúar síðast-
liðinn, hef ég móttekið beiðni frá Magnúsi Guðmundssyni, Grími
Alexíussyni og Magnúsi Einarssyni, þar sem þeir spyrja hvort amtið
muni leifa að nýbyggð skonnorta þeirra, að nafni Sigurósk, verði gerð
út með lausamönnum, við úthafsveiðar, ef fastir starfsmenn fást ekki
til þeirra starfa.
Svar við þessari spurningu verður, að ég er algjörlega sammála sjónar-
miði sýslumannsins í þessu máli. Í mótsettu tilfelli mætti túlka afstöðu
mína svo, að ég væri að afnema lögin eða víkja þeim til hliðar.