Strandapósturinn - 01.06.2021, Page 60
59
Viðskiptin við stjórnvöld
Það er ljóst að engu var saman að jafna að gera út þilskip til úthafsveiða og
gömlu hefðbundnu áraskipin. Um þetta verður svo sem ekki fjallað hér að
neinu marki, aðeins á þetta bent.
Eins og fram kemur í bréfi amtmannsins hér að framan áttu eigendur
skipsins rétt á byggingastyrk frá danska ríkinu, en um hann þurfti að sækja
til „rentekammersins“, sem var stofnun sem fór með íslensk málefni í Dan-
mörku. Til að annast þau mál í Kaupmannahöfn réðu þeir danskt umboðs-
fyrirtæki og gáfu því svofellt umboð:
UMBOÐ
Við undirritaðir, ég Grímur Alexíusson og ég Magnús Einarsson,
eigendur jaktskipsins Siguróskar, sem á heimahöfn á Ísafirði á Íslandi
gefum hér með umboðsfyrirtækinu Herra captitan J. Framhm í Kaup-
mannahöfn fullt umboð, okkar vegna, til að sækja um og taka á móti
frá „Det Kongelige rentekammer“ fiskveiðistyrk [fiskepromil] samkv.
reglugerð dags. 28. mars 1828 vegna jaktskipsins Siguróskar. Skal allt
það sama gilda um hans gjörðir sem vér hefðum það sjálfir gert.12
Ísafjarðar verslunarstað 6. september 1834,
Grímur Alexíusson Magnús Einarsson.
Nokkur tími leið, en um sumarið 1835 barst tilkynning til Gríms í Ófeigs-
firði frá amtmanninum í Vesturamtinu þess efnis að rentukammerið hefði
ákveðið þeim félögum verðlaun, samkvæmt reglugerð dags. 20. mars
1789 fyrir byggingu fiskijaktarinnar Siguróskar, að upphæð 52 ríkisdalir
og 48 skildingar. Þá var þess og getið að styrkupphæðin hefði verið ávísuð
skipskapteini Framhm umboðsmanni úr Zalkassanum [væntanlega ríkis-
sjóði Danmerkur] í Kaupmannahöfn.
Jafnframt var þess getið í bréfinu að samkvæmt innsendu mælibréfi
mældist skipið 10 ½ commercelest [stórlestir].
Um mælieininguna „stórlest“ er það að segja að þessi mæling var notuð
við mælingu skipa í Danmörku til 1. október 1867 og var 1 stórlest jafn-
gildi 5200 dönskum pundum eða 2600 kílóum.13
12 ÞÍ / Rentekammer 1928--/ B23/0013
13 Sigfús H. Andrésson, Verslunarsaga Ísl. 2. bindi bls. 73.