Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2021, Page 60

Strandapósturinn - 01.06.2021, Page 60
59 Viðskiptin við stjórnvöld Það er ljóst að engu var saman að jafna að gera út þilskip til úthafsveiða og gömlu hefðbundnu áraskipin. Um þetta verður svo sem ekki fjallað hér að neinu marki, aðeins á þetta bent. Eins og fram kemur í bréfi amtmannsins hér að framan áttu eigendur skipsins rétt á byggingastyrk frá danska ríkinu, en um hann þurfti að sækja til „rentekammersins“, sem var stofnun sem fór með íslensk málefni í Dan- mörku. Til að annast þau mál í Kaupmannahöfn réðu þeir danskt umboðs- fyrirtæki og gáfu því svofellt umboð: UMBOÐ Við undirritaðir, ég Grímur Alexíusson og ég Magnús Einarsson, eigendur jaktskipsins Siguróskar, sem á heimahöfn á Ísafirði á Íslandi gefum hér með umboðsfyrirtækinu Herra captitan J. Framhm í Kaup- mannahöfn fullt umboð, okkar vegna, til að sækja um og taka á móti frá „Det Kongelige rentekammer“ fiskveiðistyrk [fiskepromil] samkv. reglugerð dags. 28. mars 1828 vegna jaktskipsins Siguróskar. Skal allt það sama gilda um hans gjörðir sem vér hefðum það sjálfir gert.12 Ísafjarðar verslunarstað 6. september 1834, Grímur Alexíusson Magnús Einarsson. Nokkur tími leið, en um sumarið 1835 barst tilkynning til Gríms í Ófeigs- firði frá amtmanninum í Vesturamtinu þess efnis að rentukammerið hefði ákveðið þeim félögum verðlaun, samkvæmt reglugerð dags. 20. mars 1789 fyrir byggingu fiskijaktarinnar Siguróskar, að upphæð 52 ríkisdalir og 48 skildingar. Þá var þess og getið að styrkupphæðin hefði verið ávísuð skipskapteini Framhm umboðsmanni úr Zalkassanum [væntanlega ríkis- sjóði Danmerkur] í Kaupmannahöfn. Jafnframt var þess getið í bréfinu að samkvæmt innsendu mælibréfi mældist skipið 10 ½ commercelest [stórlestir]. Um mælieininguna „stórlest“ er það að segja að þessi mæling var notuð við mælingu skipa í Danmörku til 1. október 1867 og var 1 stórlest jafn- gildi 5200 dönskum pundum eða 2600 kílóum.13 12 ÞÍ / Rentekammer 1928--/ B23/0013 13 Sigfús H. Andrésson, Verslunarsaga Ísl. 2. bindi bls. 73.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.