Strandapósturinn - 01.06.2021, Page 68
67
Hér vaknar því spurningin um eignarhald og útgerð Siguróskar frá ára-
mótum 1837–1938.
Í hinu stórfróðlega riti Kjartans Ólafssonar Firðir og fólk 900–1900
fjallar hann allnákvæmlega um Magnús Einarsson skipstjóra og skipasmið
með meiru og komu hans til Önundarfjarðar. Eftir að hafa reifað þátttöku
bænda í þilskipaútgerð þar segir á bls. 306:
Merkur þáttur í þeirri sögu er skútuútgerð bænda, en á árunum
1836-1900 gerðust margir bændur og búandmenn í Mosvallahreppi
þátttakendur í útgerð þilskipa. Frumkvöðull á þeim vettvangi var
Magnús Einarsson frá Kollafjarðarnesi í Strandasýslu, fæddur 1809,
en hann hóf búskap á Hvilft í Önundarfirði árið 1838. Árið 1835
var Magnús „jaktarstýrimaður“ á Heydalsá í Steingrímsfirði og er í
sóknarmannatali frá því ári sagður vera „jaktareigandi“.
Á því ári eða hinu næsta fluttist hann að Hvilft og kvæntist haustið
1836 ungri bóndadóttur sem þar átti heima. Við hjónavígsluna er
Magnús titlaður „skipherra“ og sagður vera búfastur á Hvilft.
Jaktina sem Magnús átti árið 1835 [Sigurósk GG] virðist hann hafa
lagt með sér í búið á Hvilft en í búnaðarskýrslu frá árinu 1837 er
Finnur Guðmundsson, tengdafaðir hans, reyndar sagður vera eigandi
skipsins. Finnur kemur þó ekki við sögu skipaútgerðarinnar nema það
eina ár því vorið 1838 tók Magnús við búi með formlegum hætti og
þar með færðist skútan á hans nafn. Skipherratitill Magnúsar sýnir að
á fyrstu árum sínum á Hvilft stýrði hann sjálfur skipi sínu til veiða og
mun enn hafa verið skipstjóri á Hvilftarjaktinni, er menn nefndu svo,
vorið 1842.
Á árunum 1838–1858 átti Magnús á Hvilft jafnan hlut að útgerð eins
eða tveggja þilskipa, nema ef vera kynni að eitt ár hafi fallið úr […]
Af þessu má vafalaust margt ráða. Það virðist þó nokkurn veginn blasa við
samkvæmt þessu og sögunni að „Hvilftarjaktin er menn nefndu svo“ sé
Sigurósk, skip þeirra félaganna Magnúsar og Gríms, og að Grímur hafi selt
Magnúsi eða Hvilftarbúinu sinn hlut í því, líklega árið 1838, þó ekki sé
þar um skjalfesta sönnun að ræða.