Strandapósturinn - 01.06.2021, Side 70
69
hennar var Finnur Guðmundsson bóndi á Hvilft og móðir hennar Karitas
Ívarsdóttir kona hans. GG] 17
Búskap Magnúsar og Ragnheiðar lýkur á Hvilft árið 1858 […] Næstu
tvö árin eru þau þar í húsmennsku ásamt börnum sínum tveimur. En árið
1861 er Magnús orðinn vinnumaður hjá Torfa Halldórssyni á Flateyri og
með honum er kona hans og annað barn þeirra. Stendur svo þangað til
sumarið 1863 að Magnús kveður Vestfirðingafjórðung og flytur norður að
Þingeyrum til Jóns [Ásgeirssonar] bróðursonar síns en kona hans og börn
verða eftir á Flateyri. Mér er um megn að skýra sögu Magnúsar eða rekja
nánar að öðru leyti en því að hann deyr úr tæringu norður á Þingeyrum
27. maí 1870. Viðskipti hans við Jón Sigurðsson eru lítt rakin að sinni að
öðru leyti en því er verða mætti til að auka vitneskju um líf hans. Magnús
er langafi Gunnlaugs Finnssonar, sem nú býr á Hvilft í Önundarfirði.“
Það má með sanni segja að Lúðvík Kristjánsson hafi staðið við þau orð
sín, hér að framan, að rekja frekar samskipti Magnúsar og Jóns Sigurðs-
sonar. Hann skrifaði þriggja binda ritverk, Vestlendingar I-III, um þjóð-
frelsisbaráttu „Vestlendinga“ og samskipti þeirra við Jón Sigurðsson, en þar
fór Magnús á Hvilft lengi fremstur í flokki og var um tíma varaþingmaður
Jóns Sigurðssonar. Það eru náttúrlega ýkjur að segja að nafn Magnúsar
á Hvilft komi þar fyrir á hverri síðu, en býsna oft er hann nefndur. Svo
fyrirferðarmikill var hann í þjóðfrelsisbaráttunni um miðja nítjándu öldina.
Grímur Alexíusson
Í ritinu Strandamenn eftir Jón Guðnason bls. 542-543 segir m.a. um
Grím: „Grímur Alexíusson var fæddur í Furufirði á Hornströndum árið
1779 og dáinn 12. okt. 1841. Hann var bóndi á Dröngum 1804–1807,
síðan eitt ár á Munaðarnesi, en í Ófeigsfirði 1808–1837 en fluttist þá
að Seljanesi. Kona hans var Sigríður Jónsdóttir ættuð úr Önundarfirði,
dáin 1851. Hann var hvatleikamaður og stökkfimur eins og Sigurður
bróðir hans. Talinn listamaður, forstöndugur, valinkunnur, sæmilega eða
vel að sér.“ Auk þessa fer varla milli mála að hann hefir verið maður
framkvæmda og hreppstjóri Árneshrepps var hann um tíma. Jafnframt
þessu eru heimildir um að hann hafi verið í fjármálaviðskiptum við menn
17 Sóknarmannatal Holts í Önundarfirði 1943.