Strandapósturinn - 01.06.2021, Page 72
71
Vegna beiðni æruprýddra
hreppstjóranna í Árnesþing-
sókn innan Strandasýslu
vitnum við undirritaðir, sem
hér erum nú staddir við
messu, eftirfarandi: Að hér í
hreppnum eru nú sex mann-
eskjur holdsveikar, sumar
karlægar með veikastan mátt í
fótum og þyrftu í raun og veru
að vera á Hallbjarnareyrar-
spítala, en vegur héðan til
spítalans forlangur, fjall mikill og klungróttur, sem þessar vanfæru manneskjur
verða ekki færðar yfir. Fólkið í sókninni er mjög fátækt svo að áskilda meðgjöf
til spítalans megna svo fáir sem engir að inna af hendi þar sem að þá yrði
ekkert til að fæða konur og börn. Hér eru oftlega mikil harðindi og matbjörg
af skornum skammti, en sóknin mjög mannmörg. Og nú í ár hefir helmingur
sveitarinnar nær engan fisk fengið, sem þó mest á honum lifa. Sumir alls
engan og nokkrir af hinum hálfpartinum fengið fyrir sín bú með naumindum
og sumir ekki, jafnvel þó enginn hafi slegið slöku við. Þetta staðfesta vorar
undirskriftir og handsöl.
Í Árnesi við kirkju þann 18. febrúar 1748
Bjarni Hallvarðsson meðhjálpari Litlu-Ávík / Þormóður Eiríksson /
Guðmundur Helgason Ingólfsfirði / Jón Einarsson / Bjarni Björnsson/ Gísli
Nikulásson Reykjarfirði / Bjarni Einarsson/ Jón Brandsson Finnbogastöðum
/ Eiríkur Eyjólfsson / Jón Jónsson Litlu- Ávík / Þorleifur Jónsson / Einar
Halldórsson Kolbeinsvík / Árni Jónsson / Halldór Bjarnason Melum /
Jón Oddsson Veiðileysu / Bjarni Dagsson Kjörvogi / Jörundur Bjarnason
Finnbogastöðum.
Framanskrifað, 17 góðra manna vottorð, er á allan máta sannleikanum
samkvæmt eftir því sem ég veit best, og vottast hér með.
Markús Snæbjörnsson prestur Árneskirkju.
Skráð: Guðlaugur Gíslason frá Steinstúni
Heimild: ÞÍ/ VM 75A 1733-1760
Bréf frá 17 bændum í Árneshreppi
til amtmannsins í Vesturamtinu