Strandapósturinn - 01.06.2021, Page 77
76
ákaft og spennti eyrun, heyrði greinilega eitthvað inni í urðinni. Við þrír
fylgdum Frigga eftir, aftur og fram um urðina, Axel tilbúinn að skjóta ef
minkurinn kæmi í færi. Að endingu slapp minkurinn inn í stóra gjótu, svo
ómögulegt var að ná til hans. Axel sagði að hér væri ekkert að gera, að við
yrðum að koma aftur seinna og þá með bensín til að svæla kvikindið út.
Nú var veiðihugurinn vaknaður í Axel svo við héldum ferðinni áfram,
yfir Hleinabúðina og út í Hleinabúðabug, eða Bug eins og hann var kall-
aður manna á milli. Við gengum áfram eftir fjörunni, vonuðum að eitthvað
kvikt yrði á vegi okkar sem hægt væri að skjóta. Ekkert kvikt var í Bug, svo
við heldum áfram meðfram ströndinni. Þegar við komum út undir ófærur,
sagði Axel: „Nú vorum við heppnir strákar, við getum sennilega komist
á þurrum fótum fyrir ófæruna, það er svo mikið fjarað út.“ Svo var, við
stikluðum á eftir Axel og Frigga þurrum fótum yfir.
Fyrir utan ófæruna er stórgrýtt urð og svo einn lítill vogur sem heitir
Hleinabás. Þegar við vorum komnir yfir urðina og yfir í Hleinabás, rann
Friggi af stað, niður í flæðarmálið, og upp úr þaranum skaust minkur,
með kolluunga í kjaftinum. Minkurinn sleppti kolluunganum og hljóp inn
í voginn og undir stóran stein sem stóð efst í fjörunni. Bráðlega kom í ljós
Teikning Bessi Bjarnason