Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2021, Síða 80

Strandapósturinn - 01.06.2021, Síða 80
79 Fram eftir öldum, meðan samgöngur voru torsóttar bæði til sjós og lands, tóku menn sér ekki ferð á hendur í aðrar sóknir, nema erindi væru brýn og veðurútlit gott eða bærilegt. Þar sem um fjallveg eða sjávarveg var að fara, var samgangur lítill og oftast bundinn við fáeina einstaklinga, sem höfðu starfa, sem tengdist sendiferðum og brýnum erindagjörðum. Ferða- lög alþýðu manna, alveg fram á 20. öld, voru lítt tíðkanleg, fólkið hélt sig heima við, við sín daglegu störf, enda mátti aldrei slaka á ætti að takast að afla nauðsynja fyrir heimilisfólk frá ári til árs. „Bæjaflakk“ var lengi illa séð í sveitum á Íslandi og þótti ljóður á hvers manns ráði sem stunduðu slíkt. Ferðaleysið og samskiptaleysið, leiddi aftur á móti til samfélagslegrar einangrunar, þar sem hvert samfélag þróaðist dálítið út af fyrir sig í sam- ræmi við landfræðilegar aðstæður og sameiginlegar þarfir fólksins á hverju svæði. Þar mótuðust í tímans rás siðir, venjur, samskiptahættir og talsmáti, sem einkenndu hvert samfélag og tekið var eftir. Það var/er ekki alveg út í bláinn þegar talað var/er um Kollfirðinga, Bitrunga, Hrútfirðinga og fleiri sveitir, þar sem tiltekin sérkenni einkenndu fólk og samfélag á hverju svæði fyrir sig, sem ekki var að finna í öðrum sóknum. Það má alveg hugsa sér, að sérstakar samfélagslegar aðstæður í Óspaks- eyrarhreppi, samfara erfiðum samgöngum í báðar áttir, hafi ýtt undir kaup- félagsstofnunina á Óspakseyri 1942. Það er ekki ólíklegt að jarðvegurinn hafi verið til staðar í einhvern tíma áður en til þess kom, að það hafi aðeins þurft kveikjuna til að ýta boltanum af stað. Að mínu áliti er kveikjan sam- vinnuhugsjónin, sem smitar frá Sigurgeiri Ásgeirssyni, bónda og versl- unarmanni á Óspakseyri, inn í samfélagið. Sigurgeir var lærður maður í fræðunum. Fóstursonurinn Þorkell, tileinkaði sér hugmyndafræðina af honum og varð fljótt svo hugfanginn af samvinnustefnunni, að í fyllingu tímans hætti hann eigin verslunarrekstri og lagði lífsstarf sitt í að koma á fót Kaupfélagi Bitrufjarðar og starfaði við það langa ævi. Sérstaða samfélagsins kringum Bitrufjörð var með þeim hætti að þrátt fyrir fámenni og kannski raunar vegna þess og ákveðinnar einangrunar, kom ekki annað til mála en að þeir einir, Bitrungar, stæðu að stofnun kaup- félagsins, ættu flesta hlutina og stjórnuðu því sjálfir og starfræktu það með sína eigin hagsmuni í fyrirrúmi. Þeir hleyptu að vísu nágrannabændum að kaupfélaginu, en aldrei svo, að þeir ógnuðu yfirráðum Bitrunga sjálfra.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.