Strandapósturinn - 01.06.2021, Page 83
82
Svartadauða 1402–1404 fækkaði fólki í landinu um 60–70% og sam-
svarandi fjöldi jarða fór í eyði.
Árið 1942 þegar Kaupfélag Bitrufjarðar var stofnað voru 9 jarðir í ábúð
í Óspakseyrarhreppi, íbúafjöldi 78 á 10 heimilum, þar af 46 tuttugu ára
og eldri.
Til viðbótar við býlin í Bitru koma Guðlaugsvík og Skálholtsvík í Bæjar-
hreppi að stofnuninni og úr Kollafirði koma bæði býlin á Broddadalsá, og
tvö býli á Broddanesi. Síðar bættust við býlin Steinadalur og Miðhús í
Kollafirði tímabundið.
Aðdragandi verslunar á Óspakseyri
Þegar fjalla á um þróun verslunar við Húnaflóa er eðlilegast að staldra
fyrst við á Borðeyri við Hrútafjörð, því saga Borðeyrar er nátengd versl-
unarsögu byggðanna við Húnaflóa. Til frekari útskýringa verður stiklað á
stóru í sögu Borðeyrar og byggt á ritgerð Georgs Jónssonar (f. 1939) frá
Kjörseyri.9
Byggð á Borðeyri reis fyrst á svonefndum Borðeyrartanga. Tanginn er
lítil sand- eða malareyri sem skagar út í vestanverðan Hrútafjörð, um
það bil 4 – 5 kílómetra frá fjarðarbotni. Sunnan við eyrina er lítil vík
og er þar aðdýpi, allgott skipalagi og ágætt var fyrir hafátt og brimi.
Það var einmitt þessi eyri, aðdýpið og skjólið sem skapaði ákjósanlegar
aðstæður þegar engar eiginlegar hafnir var að hafa og skip þurftu öruggt
skjól ættu þau að geta legið við land. Georg segir:
Í fornum heimildum er oft getið um Borðeyri í sambandi við siglingar
og farmennsku. Svo virðist sem á þjóðveldisöld hafi mikið verið siglt
á Hrútafjörð, kaupskip sett upp á Borðeyri og kaupmenn þeirrar tíðar
reist þar búðir eða tjöld og haldið kaupstefnur.
Og enn segir Georg:
…Eftir að þjóðveldisöld leið undir lok er sennilegt að siglingar til Borð-
eyrar hafi orðið nokkuð fátíðari. Farmenn og kaupmenn hafa kannski
veigrað sér við að sigla um innanverðan Húnaflóa vegna hafíss sem
9 Ritgerðin birtist í héraðsritinu Strandir, 45. árgangi. Undirritaður fékk ritgerðina til lesturs og
heimilda hjá Jóni Vilhjálmssyni á Selfossi, formanni Átthagafélags Strandamanna í desember
2018.