Strandapósturinn - 01.06.2021, Side 86
85
1888 – „Verslunarfélag Dalamanna hélt fund í Hjarðarholti snemma
þ. m. og ætlar að auka verslunina bæði að innlendri vöru og útlendri
vefnaðarvöru.“13
1892 – Úr Dalasýslu er oss skrifað 10. þ. m.: „Mikla deyfð í öllum
viðskiptum gerir farbannið á fénaði. Enginn þorir að bjóða í neitt eða
binda sig neinu nema því allra minnsta. Pöntunarfélag Dalamanna
hélt aukafund í gær til að ræða um, hvort halda skyldi félaginu áfram
með því að panta upp á borgun í ull, en það sáu menn sér ekki fært.
Var svo tekið það ráð, að skrifa ensku stjórninni og biðja hana um
afnám bannsins, að því er Ísland snertir. Það er vont útlit með verzlun
hér næsta ár; allt er svo dýrt í kaupstöðunum, en íslenzk vara gengur
aftur illa. Margir fara að vísu undir Jökul að kaupa sér fisk, en hann
er æði dýr, 12 kr. ýsuvættin og 14 kr. þorskvættin, og svo kostar
flutningurinn á hverri vætt hér inn í Dali um 4 kr. Gufubátsmálið og
öll framfarafyrirtæki deyja hér út haldizt bannið. Menn vona aðeins,
að Hvammsfjörður verði mældur og um leið ákveðið, hvort kaup-
staður skuli heldur vera við Vestliðaeyri í Hörðudal eða við Búðardal
í Laxárdal, sem er betur settur í héraðinu, þar sem hann er nær miðju
þess og liggur líka vel fyrir Norðlingum, þá er hafís eins og nú hamlar
siglingum um Húnaflóa“14.
Verslunarfélag Hrútfirðinga
Árið 1899 verða enn ein tímamót í verslunarsögu Borðeyrar þegar Versl-
unarfélag Hrútfirðinga (Kaupfélag Hrútfirðinga) var stofnað. Óhætt er
að fullyrða að Félagsverslun við Húnaflóa, Borðeyrarverslunin, hafi lagt
grunninn og gefið samvinnufélagsskapnum dýrmæta reynslu, sem byggt
var á þegar kom að stofnun og rekstri kaupfélaganna.
Fyrstu árin var Verslunarfélagið pöntunarfélag og í fyrstu fundargerð
félagsins frá 16. maí 1899, kemur fram að nokkrir bændur úr Bitru hafi þá
strax pantað vörur í gegnum félagið. Af þessu má sjá að tengsl Bitrunga við
Kaupfélag Hrútfirðinga voru til staðar frá upphafi, enda var strax ákveðið
að ein deild kaupfélagsins skyldi starfa í Bitrufirði, sem endaði með því að
snemma árs 1929 var sjálfstætt útibú þess stofnsett á Óspakseyri.
Með þessum tiltekna atburði hófst kaupfélagsverslun á samvinnugrund-
velli á Óspakseyri.
13 Timarit.is: Fjallkonan, 23. febrúar 1888, 6. blað.
14 Timarit.is: Þjóðólfur, 20. maí 1892, 24. tölublað, bls. 94.