Strandapósturinn - 01.06.2021, Page 91
90
Verkefni nefndarinnar var:
1. Að kynna sér viðhorf Sambands íslenskra samvinnufélaga á málinu.
2. Að kynna sér hvernig félagið verði löglega stofnað.
3. Að semja lög eða samþykktir fyrir félagið, sem lögð verði fyrir
stofnfundinn til úrskurðar.
4. Að kynna sér hjá stjórn Kaupfélags Hrútfirðinga á hvern hátt megi
takast að fá eignarheimild fyrir verslunarhúsum Kaupfélagsins (úti-
bús K.H. Borðeyri) á Óspakseyri, verslunaráhöldum, fyrirliggjandi
vörum, skiptingu á sjóðum og annað sem um þarf að semja, áður en
gengið er frá stofnun kaupfélagsins.
5. Þá skal og nefndin hafa til skuldbindingareyðublöð til undirskriftar
fyrir félagsmenn.
Tillaga þessi samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Þá fór fram kosning á 3 nefndarmönnum samkv. framanskráðu.
Kosningu hlutu:
Þorkell Guðmundsson Óspakseyri 12 atkv.
Ólafur Einarsson Þórustöðum 10 atkv.
Jón Magnússon Skálholtsvík 9 atkv.
Fundinn sóttu 15 manns.
Fleira kom ekki til umræðu. Fundi slitið.
Jón Lýðsson Ólafur Einarsson
(fundarstjóri) (fundarskrifari)
Þetta var merkilegur fundur að því leyti að algjör einhugur var um að
stofna skuli sjálfstætt kaupfélag á Óspakseyri undir merkjum samvinnu-
hreyfingarinnar. Strax á þessum fyrsta fundi var kosin nefnd til að vinna
að undirbúningi að stofnun kaupfélagsins og er ljóst af fundargerðinni að
aðalhvatamenn að stofnun kaupfélags hafa komið vel undirbúnir á fund-
inn, þar var ekkert hik á mönnum. Athyglisvert er að útibússtjóri K.H.Ó.
skuli kosinn í nefndina með flestum atkvæðum, en þar hafa fundarmenn
ábyggilega horft til reynslu hans af verslunarstörfum, tengslum hans við
K.H. Borðeyri, og áhuga hans á stofnun sjálfstæðs kaupfélags á Óspakseyri.
Nefndin sat ekki aðgerðarlaus, því liðlega mánuði síðar eða þann
19. mars hafði nefndin lokið störfum og var tilbúin að leggja fram öll
nauðsynleg gögn varðandi stofnun nýs kaupfélags á Óspakseyri eins og
sést í fundargerð fundarins.