Strandapósturinn - 01.06.2021, Page 92
91
2. fundargerð
Árið 1942, þann 19. mars, var fundur haldinn
að Óspakseyri í framhaldi af fundi, sem hér
var haldinn 13. febr. síðastliðinn, þar sem
rætt var um stofnun sjálfstæðs kaupfélags á
Óspakseyri. Ólafur Einarsson setti fundinn
og nefndi til fundarstjóra Jón Lýðsson
hreppstjóra og fundarskrifara Magnús
Kristjánsson Þambárvöllum. Lögð var fram
svohljóðandi dagskrá:
1. Undirbúningsnefnd gefur skýrslu um
viðhorf málsins.
2. Félagsstofnun, undirritun
skuldbindingarskrár.
3. Félagssamþykktir – umræður og atkvæða-
greiðsla.
4. Kosin stjórn félagsins og endurskoðendur,
samkv. félags-(lögum) samþykktum.
5. Önnur mál er upp kunna að vera borin.
Að lokinni þessari kynningu var gengið til dag-
skrár. Það sem vekur athygli og aðdáun er hvað
undirbúningsnefndin og stjórnendur fundarins
mættu vel undirbúnir til leiks og gengu fum-
laust og skipulega til verks. Hér var allt unnið
eins og hjá þaulvönum mönnum, sem hafa það
að daglegu aðalstarfi að standa að og leiðbeina
um stofnun félaga, hvergi hik né minnsti vafi á
hvernig og í hvaða röð skuli ganga til verka við afgreiðslu mála.
Í fundargerðinni kemur fram að undirbúningsnefndin gaf skýrslu, skil-
aði af sér samþykktum verðandi félags, afhenti fundarstjóra umsögn Sam-
bands íslenskra samvinnufélaga og jákvæð viðbrögð stjórnar Kaupfélags
Hrútfirðinga varðandi kaup á húsum, vörum og öðru því sem gera þurfti
við stofnun kaupfélagsins og lokun útibús KHB.
Allt fór þetta fram samkvæmt fyrirfram útsendri dagskrá þar sem hver
liður af öðrum var ræddur og afgreiddur athugasemdalaust. Þegar kom að
2. lið dagskrárinnar voru lagðar fram skuldbindingarskrár til undirritunar
og undirrituðu 24 einstaklingar nöfn sín undir þær, eða með öðrum orðum
Magnús Kristjánsson,
útibússtjóri og gjaldkeri
Kaupfélags Hrútfirðinga
og svo um langt árabil
gjaldkeri Kaupfélags
Óspakseyrar frá stofnun
þess.
Jón Lýðsson Skriðnesenni.