Strandapósturinn - 01.06.2021, Page 95
94
einangrað bændasamfélag, sem lengst af varð að sækja alla þjónustu um
langan veg sama hvort um var að ræða verslun, afsetningu afurða eða
annað, sem íbúarnir þurftu á að halda. Þegar kom fram yfir aldamótin
1900 fór að rofa til hjá þjóðinni, atvinnuhættir að breytast, sjávarútvegur,
verslun og iðnaður sköpuðu fjölda nýrra starfa samfara ört vaxandi þétt-
býlismyndun með ótal nýstárlegum atvinnutækifærum fyrir fólk bæði til
sjávar og sveita. Ísland var að breytast úr sveitasamfélagi í þéttbýlissam-
félag. Þéttbýlismyndunin skapaði sveitunum samt sem áður ný tækifæri til
sölu afurða auk þess, sem bættar samgöngur bæði til sjós og lands samfara
breyttum búskaparháttum gerðu bændum kleift að taka þátt í og njóta
góðs af nýsköpun og vexti íslenska samfélagsins.
Þegar rætt er um samvinnustefnuna og hugsjónir hennar má ekki
gleyma ungmennafélagshreyfingunni, sem blés mönnum í brjóst hugsjón-
inni um ræktun lands og lýðs, sem féll afar vel að hugmyndaheimi fólks í
sveitum landsins. Þessar tvær stefnur, ungmennafélagshreyfingin annars-
vegar og samvinnustefnan hinsvegar tvinnast saman á ótrúlegan hátt og
verða sameinaðar að uppsprettu hugmynda og orku, sem forkólfar sveita-
samfélagsins sóttu í á fyrstu áratugum 20. aldar. Hugmyndafræði félags-
hyggju og framfara kom eins og ljós í myrkri inn í umræðuna og menn eins
og Sigurgeir Ásgeirsson, sem hafði kynnst samvinnuhugsjóninni í Möðru-
vallaskóla, skyldi þýðingu hennar fyrir litla samfélagið í Bitrufirðinum.
Verslunarhús Kaupfélags Bitrufjarðar, Óspakseyri. Ljósmynd Sigrún Magnúsdóttir