Strandapósturinn - 01.06.2021, Page 103
102
ins mættu fara fram. Þrátt fyrir að Sigrún Magnúsdóttir hafi hætt starfi
kaupfélagsstjóra um áramót 2004/2005 situr hún bókaðan stjórnarfund
2. október 2005, líklega stjórninni til halds og trausts við flókna ákvarð-
anatöku.
Allt á sitt upphaf og allt á sinn endi og þann 26. nóvember var haldinn
seinasti félagafundur Kaupfélags Bitrufjarðar á Óspakseyri. Þá var eftir-
farandi fundargerð rituð:
Ár 2005 laugardaginn 26. nóvember var haldinn fundur félaga í
Kaupfélagi Bitrufjarðar, fundarstaður var Óspakseyri.
Fundur settur kl. 17.00.
Formaður félagsins Guðjón Fr. Jónsson setti fundinn og tilnefndi Guð-
finn Finnbogason sem fundarritara og kvaðst sjálfur ætla að stjórna
fundinum. Var það samþykkt af viðstöddum.
Fyrir var tekið:
1. Formaður kynnti eftirfarandi tillögu: Ályktun lögð fyrir félagsfund
K.B.Ó. á Óspakseyri 26. nóvember 2005 kl. 17.35 um að félaginu
verði slitið.
Tillagan samþykkt af öllum fundarmönnum.
2. Kosning skilanefndar.
Formaður kynnti tillögu stjórnar félagsins sem er svohljóðandi:
Tillaga að skilanefnd fyrir félagsfund á Óspakseyri 26. nóvember
2005 kl. 17.40. Í nefndinni verða Kristján Stefánsson kt. 010345-
3169 og Ómar Kjartansson 220846-5049.
Tillagan samþykkt.
Guðjón formaður þakkaði fundarmönnum góða fundarsókn og lét
í ljós ánægju sína með lyktir mála og sagðist trúa að og vita að öll
hefðum við nokkra sæmd af. Að því búnu óskaði hann fundarmönnum
góðrar heimferðar.
Fleira ekki tekið fyrir, fundargjörð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.
Guðfinnur Finnbogason, Guðjón Fr. Jónsson, Einar Eysteinsson,
Bjarni Eysteinsson, Torfi Halldórsson, Skúli Helgason, Indriði
Sigmundsson, Sveinn Eysteinsson, Hákon Ormsson, Sigrún Magnús-
dóttir, Sólrún Jónsdóttir.
Þar með lauk Kaupfélag Bitrufjarðar hlutverki sínu og hafði þá starfað
samfellt frá 19. mars 1942 eða í 63 ár og átta mánuðum betur.