Strandapósturinn - 01.06.2021, Page 108
107
kom sendum við bókhaldið suður til að prenta
það og reikninga viðskiptamanna. Þar á undan
var allt handskrifað.
Þrátt fyrir að kaupfélagið væri ekki stórt, né
umsvifin mikil miðað við mörg önnur kaupfélög
voru verkefnin sem þurfti að inna af hendi við-
varandi og mörg það umfangsmikil að verulega
tók í efnahaginn. Einkum voru viðhalds- og
endurbótaverkefnin varðandi sláturhúsið fjöl-
breytt eins og sést af upptalningunni hér á eftir.
Fram til 2000 voru nánast á hverju ári ein-
hverjar endurbætur og uppbygging og þá aðal-
lega á sláturhúsinu eins og áður hefur komið
fram.
Árið 1977 kom hringfláning í sláturhúsið í stað stakra bekkja, og 1979
komu nýjar brautir í vinnslusalina og nýtt loftræstikerfi. Sama ár var
byggður lítill salur fyrir sundrun og úrvinnslu innyfla.
Kröfur um búnað sláturhúsa og meðferð á afurðum jukust stöðugt og
árlega bættust nýjar kröfur við, eða að úrbætur væru ófullnægjandi, allt
fram til ársins 2000 að starfsemi sláturhúss KBÓ var lögð niður. Ætíð
var reynt að mæta kröfunum og lagfæra það sem á vantaði þar til yfir
lauk. Erfiðast var að standast kröfur um aukna kælingu í kjötsalnum
þegar veðurfar var hlýtt og í kjölfarið fylgdu stanslausar athugasemdir,
þegar kjötið var ekki eins kalt og reglur mæltu fyrir um þegar komið var
á áfangastað, sem var annaðhvort Búðardalur eða Reykjavík. Þetta var
vandamál sem var litlu sláturhúsi ofviða að leysa og stuðlaði að því ásamt
öðru að ekki var hægt að halda starfseminni áfram. Það sem kom einna
verst við starfsemina var að fólkinu fækkaði í sveitinni og þeir sem kunnu
til verka eltust, unga fólkið, sem áður hafði lært handbrögðin af þeim sem
eldri voru, var farið í skóla fyrir sláturtíð. Fólkið sem heima sat vann sín
verk af skyldurækni og af gömlum vana.
Þegar gærusöltunin var færð í gömlu fjárréttina voru gæruskúrarnir
sem voru áfastir búðinni teknir í gegn og klæddir að innan með panel eins
og búðin og opnað inn í búðina. Ég held að plássið sem búðin var í fram að
þessu hafi verið óbreytt frá upphafi eða um 20 fermetrar þannig að þetta
Sigrún Magnúsdóttir
frá Þamárvöllum
kaupfélagsstjóri
1972–2005.