Strandapósturinn - 01.06.2021, Blaðsíða 117
116
Skriftin er á köflum erfið viðureignar, m.a. af því að stöku sinnum víxlar
Jón stöfum eða sleppir síðasta staf í orðum og á köflum notast hann við
styttingar á orðum og hugtökum. Auk þess sem handritið er orðið máð og
illlæsilegt fremst. Ritarinn hefur einnig með árunum þróað skriftarhæfi-
leika sína og skriftin tekur talsvert miklum breytingum. Við lesturinn áttar
maður sig býsna vel á persónunni sem heldur um pennann, hvernig Jón
ritar fallega suma dagana, en skriftin er kannski illskiljanleg kvöldið eftir
volk á sjó.
Við dagbókarlesturinn lætur kræla á sér ofurlítið samviskubit yfir því að
vera að hnýsast í persónulega dagbók, slíkt lærðum við í bernsku að væri
illa séð. Á móti kemur að þarna gefst tækifæri til að nálgast ómetanlega
innsýn í fortíðina, í heimild sem var örugglega skrifuð með einhvern til-
gang í huga, hugsanlega til að upplýsa komandi kynslóðir.
Fræðimenn hafa stundum haldið því fram að fólk á fyrri öldum hafi
verið frekar bælt tilfinningalega, kalt og hranalegt, bæði þegar kom að því
að fjalla um gleðilega atburði og sorglega. Dagbækur hafa einmitt verið
notaðar til að styðja þessa kenningu. Menn tala þar um t.d. dauðann og
sorgina í hálfgerðu framhjáhlaupi, aðallega að því er virðist til að halda
skrá yfir dauðsföll, eins og annað sem gerðist.
Að bera tilfinningar sínar á torg í dagbókum var heldur ekki algengt
og líklega hefur það ekki þótt æskilegt. Formfesta og hefðir við ritun dag-
bókarfærslna hafa ekki gert ráð fyrir slíku. Þetta á ekki aðeins við um
íslenskar dagbækur, heldur einnig í öðrum löndum og hefur m.a. verið
fjallað um þetta í rannsóknum Paul C. Rosenblatt.3 Flestum var það eigin-
legt að halda aftur af tilfinningum sínum á blaði, hemja sorg sína og reyna
að eyða orkunni í eitthvað annað þarfara. Kannski vegna þess að lífsbar-
áttan var svo erfið að ekki var tími aflögu til að velta sér upp úr sorginni.
Mikilvægara var að halda áfram að lifa og sjá sér og sínum farborða, enda
var dauðinn sífellt að minna á sig á þessum tímum, bæði í formi farsótta
og slysa til sjós og lands. Auk þess var alltaf býsna tvísýnt hvort börn lifðu
fyrsta æviárið, því talið er að um það bil þriðja hvert barn hafi dáið á fyrsta
3 Rosenblatt, Paul C. Bitter, Bitter Tears. Nineteenth-Century Diarists and Twentieth-Century
Grief Theories. Minneapolis, 1983.