Strandapósturinn - 01.06.2021, Side 118
117
ári um það leyti sem Jón var að hefja ritun dagbókar sinnar, rétt fyrir
miðja 19. öldina.4
Hið hefðbundna dagbókarform sem flestir fylgdu var þannig fyrst og
fremst hagnýtt og færslurnar skrifaðar til minnis. Þær fjalla um veður- og
tíðarfar, vinnutengd verkefni til sjós og lands, afla og uppskeru, atburði í
samfélaginu og jafnvel um víða veröld. Þessu fylgir dagbókin hans Jóns að
langmestu leyti, en þó með áhugaverðum undantekningum.
Jón Jónsson fæddist árið 1795 og var því fimmtugur þegar hann byrj-
aði að skrifa dagbók í ársbyrjun 1846. Bókin spannar 34 ár þaðan í frá,
þangað til Jón deyr 83 ára gamall vorið 1879. Dagbókin er óvenjuleg að
mörgu leyti, bæði hvað hún nær langt aftur í tímann og einnig hvað hún
nær yfir langt tímabil, sérstaklega ef tekið er mið af stöðu Jóns í veröld-
inni. Á þessum árum sem Jón skrifar í dagbókina sína breytist stétt hans
og staða í samfélaginu umtalsvert.
Þegar ritun dagbókarinnar hefst er Jón fjölskyldumaður og fátækur
leiguliði á bænum Miðdalsgröf við Steingrímsfjörð á Ströndum. Elskuleg
kona hans er Ingigerður Sölvadóttir, fimm árum yngri, og þau eru búin að
eiga ellefu börn saman. Elsta barnið, Þórey, er fædd 1825. Önnur börn
Jóns og Ingigerðar sem komust á legg eru Jón, Guðríður, Þorkell, Þórunn,
4 Sigurður Gylfi Magnússon, Menntun, ást og sorg, bls. 174.
Úr dagbókinni, skriftin hans Jóns eins og hún var 1879, síðasta árið sem hann lifði.