Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2021, Page 129

Strandapósturinn - 01.06.2021, Page 129
128 Sorgarferlið blasir þarna við, á blöðum dagbókarinnar. Síðasta færslan þar sem Jón segir frá sorg Ingigerðar er frá því í ágúst 1851, en þá er komið tæpt ár frá andláti Björns: 12. ágúst. Stilling og besti þerrir. Bundnir heim 12 af þurrabandi. Heyjað fram frá, Guðrún varð heima vesöl og konan mín þjáð af uppsölu og niðurgangssótt. Líka af megnu hugarangri sem alltaf þjáir hana eftir Björn okkar sálaða. Kela bagaði verkur yfir um sig. Eftir þetta var ekki meir um þessa sorg ritað og lífið hélt vissulega áfram. Annað dæmi er í dagbókinni um að tilfinningarnar beinlínis brjótist út fyrir ramma hefðbundinna færslna um lífið og dauðann. Vorið 1865 birt- ast aftur ámóta skrif, beint frá hjartarótum Jóns. Þá veiktist Ingigerður kona hans af landfarsótt, eins og gerðist reglulega í sveitum landsins og oft yfir hábjargræðistímann, einmitt þegar veður var gott og mikilvægt að nota tímann til annarra starfa. Veikindi Ingigerðar höfðu í raun nokk- urn aðdraganda, þar sem Jón reyndi hvað hann gat til að útvega henni lækningu og mat. Hann var einmitt í slíkri ferð, þegar hann kom aðeins of seint heim: 9. júní 1865. Sunnan hæglátur. Ég að Smáhömrum að sækja matbjörg og að leita hjálpar handa henni. Hún dauðsjúk, en andaðist klukkan 5 e.m. dag, rétt áður en ég kom heim. Gaf góður guð henni mikið hægt og rólegt andlát. Guðrún mín alltaf hjá henni. Björn minn lagði líkið til með mér. Hún var 65 ára. Höfðum saman verið í hjónabandi 41 ár, eignast 12 börn saman, af hverjum nú lifa 2 synir og 5 dætur. Hún var mitt lífsins yndi, og sönn kóróna hið ytra og innra frá fyrsta til síðasta. Elskuð af öllum, skyldum og vandalausum. Lofaður verið góður guð! sem svo náðarsamlega tók hana til sín eftir unnið hérvistar stríð. Drottinn hann gefi mér náð að þreyja mínar síðustu stundir í Jesú náðar nafni. […] 11. júní. Vestan drif með úrfelli á milli. Rok síðast. Trinitatis. Embættað á Felli. Konan mín sálaða kistulögð af Birni á Klúku, Birni í Heiðarbæ og Þorkeli mínum. Ormur litaði kistuna. Líka kom Ingveldur. Guðs kraftur styrkti mig að horfa á þetta. Þær báðar hjá mér til huggunar, Guðrún mín og Málfríður mín. Í mörgum færslum næstu vikur og mánuði segist hann vera vesæll til þankanna og talar um sinn angraða huga. Lífið og tilveran varð greinilega
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.