Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2021, Side 131

Strandapósturinn - 01.06.2021, Side 131
130 Hér er líkt og það opnist aftur fyrir aðra tilfinningu á dagbókarblöðum Jóns eða gleðina, eftir fæðingu barnabarnsins. Það er gott að lesa hvað honum er sannarlega umhugað um velferð móður og barns og síðasta færslan áður en við kveðjum þessar löngu horfnu stundir: „Ég lifði þar í ánægju“, eru býsna góð, eftir allt sem á undan var gengið. Jón gamli og framtíðin Á þessum tímapunkti, eftir að við höfum ritað upp dagbókina hans Jóns og náð ágætri yfirsýn yfir innihald hennar, er áhugavert að velta fyrir sér gagnsemi slíkra rannsókna. Það er áleitin spurning hvernig dagbókin hans Jóns og aðrar slíkar bækur frá 19. öld geta nýst, því við ætlum vissulega að halda áfram að skoða efniviðinn frá sjónarhóli þjóðfræðinnar. Forvitnilegt verður að skoða áfram persónu Jóns, hvernig hann heldur ákveðinni fjarlægð við tilfinningar sínar í takt við almennt form dagbóka á fyrri tíð, en missir einnig stjórn á þessum tilfinningum við ákveðnar aðstæður og sýnir þá um leið betur hvernig manneskjunni leið í raun og veru. Hér gefst tækifæri til að skilja betur gleði og sorg í sveitasamfélagi 19. aldar. Viðhorf fólks til margvíslegra atriða og litróf tilfinninganna eru spennandi umfjöllunarefni. Einnig er auðveldlega hægt að nýta dagbækur við kortlagningu hvers- dagsins. Áhugavert væri að stefna fleiri bókum saman og reyna að nálgast heildarmynd af daglegu lífi og hversdagslegum verkefnum á afmörkuðu svæði og afmörkuðum tíma, með hliðsjón af stétt og stöðu dagbókarritara. Spennandi væri að sjá hvernig slík heildarmynd myndi passa við upp- lýsingar sem aðrar heimildir gefa og almenna söguskoðun um daglegt líf fólks á 19. öldinni. Um leið verður að viðurkenna að ákveðnir annmarkar eru á að nýta dagbækur við að kortleggja daglegt amstur. Einn af þeim snýr að kynja- breytunni, karla- og kvennastörfum. Inniverkin tilheyra t.d. ekki daglegu lífi Jóns og koma lítið við sögu, hans vettvangur og fleiri karlkyns dagbóka- ritara er utandyra. Dagbækur skrifaðar af konum eru hins vegar sárafáar á söfnum. Eftir sem áður getur dagbókin hans Jóns líka sagt heilmikið um stöðu og hlutskipti kvenna í samfélagi 19. aldar. Þannig væri vel hægt að taka lífshlaup annarra en Jóns sjálfs til rannsóknar, með dagbókina sem lykilheimild, t.d. Ingigerðar konu hans eða Þóreyjar elstu dóttur þeirra.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.