Strandapósturinn - 01.06.2021, Side 132
131
Hún eignast sex börn utan hjónabands og missti mörg þeirra ung, áður
en hún giftist Árna á Fitjum sem átti um sína ævidaga fjórtán börn með
fimm konum.
Önnur áhugaverð rannsóknarefni sem dagbækur geta vel upplýst um er
stéttaskipting og staða fólks og ólíkra hópa, hreyfanleikinn í samfélaginu,
fólksflutningar, ferðalög og heimsóknir, og þannig tengsl dagbókaritara við
umheiminn. Einnig sérhæfing og verkaskipting, samskipti fólks, viðskipti
og samvinna. Allt þetta væri hægt að taka til skoðunar út frá dagbók Jóns.
Ennfremur heilsufarið, sjúkdóma og lækningar. Mjög áhugaverð dæmi eru
um lækningatilraunir í dagbókarfærslum Jóns, t.d. með brennslu með járni
og blóðtöku eða þá að prófuð er stólpípa.7
Dagbókin hans Jóns verður vonandi gjöful uppspretta fyrir áfram-
haldandi vangaveltur um líf fólks á 19. öld í framtíðinni. Það er við hæfi
að enda þessa grein á vísu sem er að finna á lausum miða í dagbókinni,
ásamt byrjuninni á sjóferðabæn. Vel getur verið að hún sé eftir Jón sjálfan.
Á efri árum setur hann stundum vísur eftir sjálfan sig í dagbókina, einkum
í tengslum við afmælisdagana sína:
Meðan ég lifi hér í heimi,
frá hættum lífs og sálargeimi,
bæn mína veika styrk og styð,
stjórn þín lífinu haldi við.
7 Höfundar greinarinnar, sem báðir eru verkefnastjórar hjá Rannsóknasetri Háskóla Íslands á
Ströndum – Þjóðfræðistofu, hafa einnig skrifað grein um dagbók Jóns fyrir Kreddur, vefrit
Félags þjóðfræðinga. Sú grein ber yfirskriftina Harðindi, heilsubrestur og lækningaaðferðir:
Gluggað í dagbók frá 19. öld. Þar er æviágrip Jóns rakið, eins og í þessari grein, rætt um
fátækt og sorg, en í síðari hluta þeirrar greinar er til viðbótar fjallað um sjúkdóma og lækning-
araðferðir.