Strandapósturinn - 01.06.2021, Síða 141
140
Slógu upp og alveg rétt var nótin
að því búnu steypan sett í mótin,
þá undirstöður allar komnar vóru,
en áður en menn á burtu þaðan fóru,
eftir skildu fingraför í steypum
fullt af sementsleðju, með í greipum,
drukkin skál, við áfanga hvern unninn,
allt í hófi, bara að væta munninn.
Svo er eitt, er gleymst hefur að geta
garpar hraustir þurftu líka að éta,
ráðskonur þar fylltu flokkinn glæsta
flinkar við að elda mat og ræsta.
Sísí, Dídí, sig að verki bera
og Sista, allar höfðu nóg að gera
að brasa kjöt og baka fínar kökur
broshýrar, þó ættu langar vökur.
Kappar þeir, er þar að verki stóðu
þreknir, bæði mold og steypu vóðu.
Óskar Tana, Ingi og Helgi smiður
einnig Gísli og Sammi Alfreðs niður.
Jón og Þorgeir, þriggja manna makar,
mjög hátt glumdu skóflublöð og hakar.
Þar er engum heiglum vært að vera
valið lið, er hafði nóg að gera.
Í september var aftur hafist handa
með húsið skyldi lagt norður til Stranda.
Óskar Gústa, bauð sig fram og bílinn
býsna traustur kall og ekki vílinn.
Húsið flutti í flekum heim á staðinn
fór þar saman öryggi og hraðinn,
enga greiðslu þegninn vildi þiggja,
þessa höll, er nógu dýrt að byggja.