Strandapósturinn - 01.06.2021, Page 142
141
Með Óskari var annar maður slyngur
og ætterni mun vera Grindvíkingur.
Vann við hússins uppsetningu alla,
ósköp gott að hafa svona kalla.
Fyrir verkið ekki tók hann eyri,
þeir ættu að vera svona margir fleiri.
Frá trésmiðjunni sendu séní norður
Svo félli allt í réttar skorður.
Ingi féll í fyrstu orustunni
fá varð annan, sem til verka kunni.
Brandur var það Ben, úr Kollafirði
berserkur í starfi og mikils virði.
Börnin tvö, sitt létu ei eftir liggja
litlar hendur, vildu fúsar byggja.
Blessun fylgir barnsins handar taki,
blessun drottins sífellt hjá þeim vaki.
Húsið fokhelt, fast á traustum grunni
fagurt skartar þar í náttúrunni.
Skálað var, að verki góðu unnu
vonarljósin skær í augum brunnu.
Framtíð þess með fyrirbænum hylla,
því fái engin máttarvöld að spilla.
Kjölfestu nú fengið höfum sanna
í félagsskapinn okkar Strandamanna.
Í október var aftur norður farið
allt var sumarhúsið fúa varið,
snyrt og fágað allt var innra hólfið
aðeins bara vantar þarna gólfið,
innréttingar, rafmagnsljós í lagi
líka smotterí, af ýmsu tagi,
kojur, stóla, eldavél og annað
sem ekki er lengi af svona mannskap hannað.