Strandapósturinn - 01.06.2021, Page 149
148
góð við hann. Einhvern tíma mun hann einnig
hafa verið í sveit á Kirkjubóli hjá Benedikt og
Ragnheiði.
Ragnar var í skóla á Hólmavík. Hann fermdist
frá Smáhömrum og sagði mér frá því að hann
hefði ekki þurft að telja fermingarpeningana eða
taka upp pakkana, heldur þurfti hann að fara úr
fermingarfötunum og fara út í fjós að moka flór-
inn strax eftir ferminguna, missti því af altaris-
göngunni.
Ragnar réri með Karli á Smáhömrum, þá unglingur og seinna fjár-
hirðir í tvo vetur hjá Magnúsi Lýðssyni á Stóru-Grund. Hann var háseti á
nokkrum bátum frá Hólmavík, einnig fór hann eina vertíð á Akranes með
Gunnari Guðmundssyni. Jón Ólafur, uppeldisbróðir Ragnars, sagði mér frá
tveimur skiptum sem Ragnar hefði lent í vondum veðrum á Húnaflóa. Í
fyrra skiptið var hann á vélbátnum Þengli er þeir lentu í aftakaveðri á
Ágúst Benediktsson síðar bóndi á Hvalsá, Magnús Guðmundsson föðurbróðir
Orms (Mangi frændi), Benedikt Guðbrandsson uppeldisbróðir, Júlía Samúelsdóttir
systir Orms, Ormur Samúelsson fóstri, Svava (stúlka frá Ísafirði). Fremri röð f.v.
Knútur Skeggjason fósturbróðir Orms, Jón Ólafur Ormsson, Ragnar Hafstein
Valdimarsson og Zakarías Halldór Ormsson. Í glugganum er Aðalheiður
Aðalsteinsdóttir kona Orms.
Ormur Samúelsson.